Hægt að sjá myndband við fréttina hér

Lucky er 5 ára smáhundablanda sem var bjargað á aðfangadag af slökkviliðsmönnum í Pasadena, Kaliforníu. Lucky var einn heima þegar eldurinn breyddist út vegna kertis sem hafði verið skilið eftir í íbúðinni og talið er að hann sérstök gæludýra öndunargríma hafi bjargað lífi Lucky. Hann var inni í sama herbergi og eldurinn átti upptök í og varð því fyrir mikilli reykmengun, hann er ekki búinn að ná fullum bata en mun ná fullri heislu. Fjölskyldan fékk að flytja inn til aðstandanda og segir að hlutirnir sem brunnu í eldinum skipti ekki máli, því slökkviliðsmennirnir hafi bjargað fjölskyldumeðliminum Lucky og það er fjölskyldan sem skiptir máli.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.