• Tíkur byrja yfirleitt að lóða á milli 6-24 mánaða. Smáhundategundir byrja yfirleitt fyrr en stórir hundar.
  • Lóðarí endist í um 18-24 daga. Misjafnt er milli tíka hversu mikið blæðir. Þeim þarf ekki að blæða allan tímann þó þær séu að lóða.
  • Rakkar geta sætt tíkur alveg frá því að kúlurnar falla og þeir byrja að framleiða sæði. Það byrjar yfirleitt um 6 – 9 mánaða. Sumir rakkar verða ófrjóir með aldrinum en aðrir ekki.
  • Tíkur hætta ekki að lóða, þó tíminn á milli lóðaría lengist oft með aldrinum.

Það þarf því alltaf að passa upp á tíkur, sama hversu gamlar þær eru. Það er ekki mælt með því að gamlar tíkur eignist hvolpa þar sem fæðing tekur rosalega á líkamann. Ef um fyrsta got er að ræða er ekki mælt með því að tíkin sé eldri en 5-6 ára, þó er það örlítið breytilegt eftir tegundum. Hugrún lenti í þeirri óvæntu uppákomu að tíkin hennar gaut hvolpi eftir að hafa verið slöpp og furðuleg. Dýralæknar höfðu talið ólíklegt að tíkin væri hvolpafull en svo kom í ljós að það var hvolpur fastur og tíkin þurfti að fara í keisara. Sem betur fer heilsast tík og hvolpi báðum vel og meðlimir Hundasamfélagsins á facebook hafa stungið upp á nafninu Keisari fyrir hvolpinn.

Mun þessi fá nafnið Keisari?
Mun þessi fá nafnið Keisari?

Við fögnum því að báðum heilsist vel og minnum fólk á að það þarf fylgjast með ógeldum tíkum allt þeirra líf. Þeir sem treysta sér ekki til þess eru hvattir til að láta taka þær úr sambandi.

Vissir þú að tíkur fara ekki á breytingarskeiðið ?
Við mælum með að lesa þessa grein eftir Helgu Finnsdóttir, dýralækni.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.