
Arien Smith er að vinna gegn fordómum yfir ósýnilegum sjúkdómum með Disney prinsessum og hjálparhundunum þeirra!
Arien upplifði ofbeldi og er greindur með áfallastreituröskun (PTSD), rofinn persónuleika (DID) og hreyfiskerðingar. Honum hefur fundist ósýnilegar sjúkdómar oft verða fyrir fórdómum og gert lítið úr, sem hann telur vera að hluta til vegna fáfræði og upplýsingaleysis um málefnin.
Í gegn um seríuna með Disney prinsessurnar vill Arien sýna fólki minna þekktar tegundir hjálparhunda, eins og hunda sem hjálpa með ofnæmi eða sálfræðilega örðugleika.
Hér eru prinsessurnar sjö og hjálparhundarnir þeirra:
Öskubuska með vefjagigt

Hér er Öskubuska að fá aðstoð frá hjálparhundinum sínum við að klæða sig úr glerskónum. Öskubuska er með vefjagigt á myndinni, sem er ósýnilegur sjúkdómur en hefur mjög hamlandi áhrif á marga.
Mjallhvít með fæðuofnæmi

Hér er Mjallhvít með hjálparhundinum sínum sem er að láta vita af ofnæmisvaka í matnum hennar. (Í þessu tilfelli er verið að vísa í eplið í sögunni). Hundar sem láta vita af ofnæmisvökum eru viðurkenndir hjálparhundar erlendis og hafa bjargað mörgum. Hundarnir geta látið vita af öllum helstu ofnæmisvölum eins og hnetum, glúteni, mjólkurvörum.
Þyrnirós með drómasýki

Hér er Þyrnirós með drómasýki og hjálparhundurinn hennar að styðja við höfuð hennar við svefnflog. Drómasýki er taugasjúkdómur sem veldur svefntruflunum.
Garðabrúða með hugrofspersónuleikaröskun og áfallastreituröskun

Hér er Garðabrúða með flókna áfallastreituröskun og hugrofspersónuleikaröskun . Hjálparhundurinn hennar er að hjálpa henni úr persónuleikarofi og með snertingu að jarðtengja hana og veita öryggi til að hún komist úr kastinu. flókin áfallastreituröskun þróast við langvarandi áföll (oft úr barnæsku). Hugrofspersónuleikaröskun virðist koma fram við mikið álag eða togstreitu, til dæmis þar sem manneskja verður fyrir óraunhæfum kröfum og má ekki fullnægja eðlilegustu þörfum sínum eða þar sem hún verður fyrir reynslu sem hún getur ekki með nokkru móti viðurkennt að hafi átt sér stað og myndast annar persónuleiki til að takast á við áfallið/áföllin.
Fríða með almenna kvíðaröskun

Fríða er hér með almenna kvíðaröskun, hjálparhundurinn er að vernda hana í kvíðakasti og lætur hana vita ef einhver er að koma aftan að henni (þetta veitir fólki öryggi til að vinna sig út úr kvíðakastinu).
Tiana með einhverfu

Froskaprinsessan Tiana er hér með hjálparhundinn sinn án þess að hann sé að framkvæma verkefni. Verkefni hjálparhunda einhverfra eru margskonar, tildæmis markviss örvun á húðskynjun til að dreifa athygli ef önnur skynjun er viðkomandi ofviða, koma í veg fyrir eða minnka hættu við hættulega líkamlega áráttu eins og að slá höfði við vegg eða slá sig, leiðbeina eiganda úr aðstæðum sem eru viðkomandi ofviða eða róa kvíða.
Pókahontas með sykursýki

Pókahontas er hér með sykursýki og hjálparhundurinn hennar lætur vita af of háum eða lágum blóðsykri, oftast með því að pota í eigandan með loppu eða trýni.