Á fundi stjórnar félagsbústaða 2. maí sl. var samþykkt að „leyfa hunda- og kattahald samkvæmt almennum reglum og samþykktum íbúa.“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, greinir frá því á Facebook hóp Hundasamfélagsins að Flokkur fólksins hafi lagt fram tillögu í borgarráði þann 16. september síðastliðinn að hunda- og kattahald yrði leyft í félagslegum leiguíbúðum. Tillögunni var vísað til stjórnar félagsbústaða sem fundaði meðal annars með Velferðarsviði Reykjavíkur og var þar samdóma álit fundarmanna að ekki væri rétt að standa gegn hunda- og kattahaldi. Þar með geta leigjendur í fjölbýlishúsi á vegum Félagsbústaða haldið hunda og/eða ketti ef fjölbýlishúsið leyfir dýrahald og að minnsta 2/3 eigenda íbúða húsnæðisins skrifi undir og samþykki dýrið.