Á fundi stjórnar félagsbústaða 2. maí sl. var samþykkt að „leyfa hunda- og kattahald samkvæmt almennum reglum og samþykktum íbúa.“

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, greinir frá því á Facebook hóp Hundasamfélagsins að Flokkur fólksins hafi lagt fram tillögu í borgarráði þann 16. september síðastliðinn að hunda- og kattahald yrði leyft í félagslegum leiguíbúðum. Tillögunni var vísað til stjórnar félagsbústaða sem fundaði meðal annars með Velferðarsviði Reykjavíkur og var þar samdóma álit fundarmanna að ekki væri rétt að standa gegn hunda- og kattahaldi. Þar með geta leigjendur í fjölbýlishúsi á vegum Félagsbústaða haldið hunda og/eða ketti ef fjölbýlishúsið leyfir dýrahald og að minnsta 2/3 eigenda íbúða húsnæðisins skrifi undir og samþykki dýrið.

Meira er hægt að lesa um fjöleignarhúsalögin hér


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.