Leikur eftir þjálfun bætir minni hunda

Leikur eftir þjálfun bætir minni hunda

Dýraatferlisfræðingurinn Nadja Affenzeller og félagar sýndu nýverið fram á að leikur í kjölfar lærdóms, bætir minni hunda.  Eldri rannsóknir höfðu sýnt að þetta á við um mannfólk og því höfðu rannsakendurnir áhuga á að kanna hvort það sama ætti við um hunda.

Nadja og félagar þjálfuðu 16 hunda og könnuðu hvort leikur beint á eftir þjálfuninni hefði áhrif á árangur hundanna í sama verkefni daginn eftir.

Hundunum var kennt að greina á milli tveggja hluta og að velja réttan hlut með því að leggja báðar framlappir á karton sem hluturin stóð á. Ef hundurinn valdi réttan hlut, var smellt með klikker og hundinum gefið nammi. Ef hundurinn valdi rangan hlut, var hundinum sagt frá því með orðunum ,,Rangt“ með hlutlausum tón.

how-to-fetchHundunum var skippt í tvo hópa. Átta hundar fóru út að leika um leið og þjálfun var lokið en hinir átta hvíldu sig. Hundarnir í leikhópnum fóru út á afmarkað svæði í 10 mínútur þar sem þeir máttu leika með frisbee, sækja bolta eða togast með kaðal. Hundarnir í hvíldarhópnum fengu notalegt bæli um leið og þjálfun lauk. Eigandi og rannsakandi spjölluðu svo saman í 30 mínútur en gættu þess að hundurinn sofnaði ekki.

Daginn eftir komu hundarnir aftur í þjálfun. Þeir hundar sem höfðu fengið leik strax á eftir þjálfun, voru mun fljótari að þekkja hlutina í sundur en þeir hundar sem höfðu hvílt sig. Það tók leikhundana að meðaltali 26 skipti (+-6) að læra muninn á milli hlutanna á meðan það tók hvíldarhundana 42 skipti (+-19).

Þessar niðurstöður sýna að þeir hundar sem fengu leik eftir þjálfun voru mun fljótari að muna hvaða hlutur var réttur.

Rannsóknin: Affenzeller, N., Palme, R., & Zulch, H. (2017). Playful activity post-learning improves training performance in Labrador Retriever dogs (Canis lupus familiaris) Physiology & Behavior, 168, 62-73 DOI: 10.1016/j.physbeh.2016.10.014

Athugasemdir

athugasemdir

Höfundur

Berglind Guðbrandsdóttir
Berglind á hundana Hektor (íslenskur fjárhundur), Blossa (whippet) og Takt (whippet). Hún hefur mikla reynslu af hundum og er að læra hundaþjálfun og hundaatferlisfræði hjá The Academy for Dog Trainers. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.

Tengdar greinar

Þér gæti líkað

Sóltún er með þrjá hunda í vinnu

Monsa er 5 ára Toy Poodle og hefur