opið málþing um velferð gæludýra fimmtudaginn, 3. mars kl. 13-16 í fundarsal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í Sjávarútvegshúsinu að Skúlagötu 4 í Reykjavík. Á málþinginu verður farið yfir kröfur reglugerðarinnar og helstu nýmæli.“ Mast gaf út nýjar reglugerðir um áramótin. Þar á meðal nýja reglugerð um velferð gæludýra sem má lesa í hér. Það var margt sem olli spurningum hjá hundaeigendum. Mest var óvissan varðandi bann á þrengjanlegar keðjur og hálsólar sem margir hafa notað á hundasýningum. Málþingið verður opið og hægt verður að kynna sér reglugerðina betur og spyrja sé eitthvað óljóst. krutt Fréttina má lesa í fullri lengd hér. Hér má sjá úrtak úr ofangreindri frétt:

„Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um velferð gæludýra. Með gildistökunni hafa nýju dýravelferðarlögin verið útfærð fyrir allar helstu dýrategundirnar sem löggjöfin nær yfir. Matvælastofnun og ráðuneytið halda málþing fyrir gæludýraeigendur og aðra áhugasama fimmtudaginn 3. mars þar sem farið verður yfir reglugerðina, kröfur hennar og helstu nýmæli. Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði gæludýra með góðri meðferð, umhirðu og aðbúnaði. Leitast skal við að þau geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli, eins og framast er unnt. Í reglugerðinni koma fram lágmarkskröfur um einstök atriði og er Matvælastofnun falið að hafa eftirlit með framkvæmd hennar.“ … „Í reglugerðinni er gerð krafa um örmerkingar allra hunda, katta og kanína. Settar eru takmarkanir á umfangsmikið búrahald hunda í ferðabúrum. Notkun, sala og dreifing á útbúnaði sem gefur hundum rafstuð eða hálsólum með gadda eða hvassa kanta innan á ól er bönnuð. Hálsól skal þannig gerð að hún geti ekki herst að hálsi þannig að það geti takmarkað öndun eða skaðað dýrið á annan hátt. Í viðaukum með reglugerðinni eru að finna mun ítarlegri ákvæði, en voru í eldri reglugerð, m.a. er nú talin upp sú atvinnustarfsemi sem telst tilkynningarskyld til Matvælastofnunar. Þá er að finna holdastuðla fyrir hunda, ketti, kanínur og búrfugla, sem munu auðvelda dýraeftirlitsmönnum að meta fóðrun og holdafar gæludýra og gera viðeigandi kröfur til úrbóta þegar það á við. Vakin er athygli á að í reglugerðinni kemur fram að offóðrun og offita gæludýra er ekki góð meðferð, rétt eins og vanfóðrun og rýrt holdafar.“


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.