Hundasamfélagið og Sif Traustadóttir dýralæknir eru nú í átaki við að kynna merkjamál hunda fyrir hundaeigendum og þeim sem umgangast hunda. Það er mikilvægt að skilja hvernig hundunum líður til að geta byggt upp gott samband við hundinn, þjálfa og koma í veg fyrir slys.

Við byrjum á því að gefa pdf-útgáfu af skjalinu um merkjamál hunda sem Guðfinna Kristinsdóttir bjó til, sem sýnir algengustu merkjamál hunda.

Hægt er að sækja skjalið hér

Á morgun, föstudaginn 17. maí, kl 18:00 verða Sif og Guðfinna með live-spjall um atferli, merkjamál og þjálfun. Umræðuefnið mun byggjast á skoðanakönnun sem er í gangi á Hundasamfélaginu núna þar sem spurt er hvaða vandamál fólk er að vinna með. Hafðu áhrif á umræðuna og kjóstu hér

Fylgstu með á Facebook á morgun, föstudaginn 17. maí.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.