Björgunarsveitin kom Pálínu Ásbjörnsdóttur til bjargar í gær þegar hundurinn hennar Kvika féll ofan í 7 metra djúpa gjá á vinsælu útivistarsvæði nálægt Búrfellsgjá. Kvika var föst í um tvo tíma ofan í gjánni en slasaðist sem betur fer ekki. Snjór var yfir gjánni sem Kvika féll ofan í og því vill Pálína ýtreka mikilvægi þess að hafa hundana í bandi á þessu svæði, sérstaklega þegar snjóa leysir sem veldur því að sprungur eru huldar þunnu lagi snjós.

Ég vil vara fólk við, að vera með hunda í bandi og passa að börn séu inni á göngustígnum, sérstaklega þegar það er snjór eins og nú. Það voru gular stikur sem stóðu upp úr snjónum sem sýndu gönguleiðina en þetta er samt hættulegt.

Svæðið þar sem Kvika datt ofan í gjánna er vinsælt útivistarsvæði. Mynd fengin úr frétt Pressunar um málið.
Svæðið þar sem Kvika datt ofan í gjánna er vinsælt útivistarsvæði. Mynd fengin úr frétt Pressunar um málið.


Björgunarsveitarmenn tjáðu Pálínu að Kvika væri þriðji hundurinn sem þeir hafa bjargað upp úr gjá á þessu svæði.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.