Fox news fjallaði á dögunum um köttinn D-O-G(borið fram dee-oh-jee) sem fékk vinnu í hundaþjálfunarmiðstöð í sumar. Þjálfunarmiðstöðin Support Dogs, Inc. er staðsett í St. Lous tók og þjálfar þjónustuhunda fyrir blinda og hreyfiskerta. Starfsmenn miðstöðvarinnar segja D-O-G hafa fengið það mikilvæga starf að kenna hundunum að vera rólegir í kring um önnur dýr. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir tilvonandi þjónustuhunda að hafa kynnst öðrum dýrum og að geta verið í kring um önnur dýr án þess að það trufli vinnuna þeirra.

Anne Klein, forstjóri Support Dogs, segir D-O-G vera óhræddan við hundana og leikur sér að skottunum á þeim, sefur í bælunum þeirra og borðar og drekkur úr skálunum þeirra. Hundarnir ganga í gegn um tveggja ára þjálfun áður en þeir útskrifast sem þjónustuhundar, og þá annaðhvort sem blindrahundar eða svokallaðir mobility hundar sem aðstoða fólk með skerta hreyfigetu.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.