61 hafa kosið með hugmyndinni Hundafimivöllur/ hunda leiksvæði/laga hundagerðið/svæðið á vef okkar-moso sem er á vegum betraisland.is þar sem hægt er að setja inn hugmyndir að bættum hverfum. Aðeins tveir hafa kosið gegn hugmyndinni.

Hér sést brautin sem byggð var á Akranesi
Hér sést brautin sem byggð var á Akranesi

Mosfellsbær myndi setja sig fremst í aðstöðu fyrir hundafólk með þessari aðgerð. Nú þegar er sveitarfélagið það eina sem býður upp á afgirt hundasvæði sem hefur bæði nægilega háa girðingu og er með nærri þrefalt stærra afgirt svæði en Reykjavík.
Bæði svæðin í Reykjavík og svæðið í Mosfellsbæ hafa þó orðið að moldarsvaði í íslenskri veðráttu, en þar spilar einnig inn í að á svæðunum er engin afþreying í boði. Akranesbær er eina hundasvæðið sem býður upp á hundafimi braut samkvæmt heimildum Hundasamfélagsins, þar var sett upp hundafimibraut úr efnivið sem kostaði lítið sem ekkert.
Víða erlendis er einhverskonar afþreying í boði á hundasvæðunum. Vegasölt, brýr, rör sem bæði er hægt að fara í gegnum og hoppa upp á, dekk og grindverk til að hoppa í gegn um eða yfir svo dæmi séu tekin. Með leiksvæði væri hægt að minnka áhættuna á að hundar færu að grafa, sem gerist oft út af leiða, hundar vilja hafa eitthvað að gera og ef þeir eru búnir að „lesa fréttirnar“ innan gerðisins er lítið eftir nema að grafa. Svæðin í Reykjavík eru of lítil fyrir boltaleik, og í Mosfellsbæ mætti alls ekki vera minna fyrir stóru hundana, því hentar bolta leikur ekki alltaf innan gerðisins, einnig er erfitt að vera í boltaleik ef fleiri en einn hundur er á svæðinu.

Dæmi um einfalda afþreyingu á hundasvæði
Dæmi um einfalda afþreyingu á hundasvæði


Við hvetjum Mosfellsbúa til þess að kjósa og láta vita að áhugi sé fyrir hendi að fá gott hundasvæði þar sem hundur og eigandi geta leikið sér, tekið æfingar á leiktækjum og leikið við aðra hunda í ekki eins einsleitu umhverfi og núverandi hundasvæði bjóða upp á.
Einnig minnum við hundaeigendur á greinina Hundasvæði – 5 siðareglur sem þú ættir að fylgja því til þess að hafa hundasvæðin okkar örugg og falleg þarf að fylgja ákveðnum reglum.

Dæmi um leiktæki á hundasvæðum


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.