Í Noregi hefur kona hlotið 21 dag í fangelsi fyrir notkun rafmagnsólar á þýskan fjárhund. Konan sagði að hundurinn væri stressaður og ætti það til að gelta á fólk í göngutúrum. Ólin gaf frá sér hátíðni hljóð þegar hundurinn gelti, en ef hundurinn hætti ekki gaf ólin honum stuð. Bæði konan og kærastinn hennar sögðu að hundurinn hefði verið rólegri eftir að þau byrjuðu að nota ólina. Eftir einhvern tíma byrjaði að myndast exem undur ólinni og þegar konan ætlaði að taka ólina af til að hlúa að sárunum beit hundurinn hana. Af hræðslu um að hundurinn myndi bíta börn létu þau svæfa hundinn.

Lögfræðingur konunar ætlar að áfrýja dómnum vegna þess að ólarnar eru löglegar í Noregi. sjá fréttina hér

Svipað mál í ferli hérlendis

Hundasamfélagið hefur öruggar heimildir fyrir því að svipað mál sé í ferli hérlendis. Nýlega var eigandi kærður til Matvælastofnunnar vegna notkunar á rafmagnsól, hundurinn var með ljót sár undan ólinni. Farið hafði verið með hundinn á dýraspítala af öðrum ástæðum, en dýralæknar tilkynntu þessa meðferð til Matvælastofnunnar sem kærði eiganda hundsins.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.