True Love Café er í eigu Neverland Siberians ræktunarinnar og er staðsett í Bangkok, Tælandi. Þar búa um 20 husky hundar, Akita hundurinn Fushigi, nokkrir Australian Shepherd og blendingurinn Momo.

Momo er einn af genginu þó hann standi svolítið út.
Momo er einn af genginu þó hann standi svolítið út.


Hundarnir fara í leiktíma þrisvar sinnum á dag (kl. 12:30, 15:30 og 18:30) þar sem hægt er að klappa og kynnast hundunum. Fyrst þarf maður þó að fylla út spurningarlista og fara í gegnum örnámskeið um merkjamál hunda og hvernig maður eigi að umgangast þá. Það er einnig bannað að koma inn á sínum eigin skóm og sótthreinsikrem má finna í hverju horni. Eftir leiktímann fá allir hundarnir að spretta aftur að húsunum sínum og þá er komið að matartíma. Þá hlaupa hundarnir eftir hlaupabraut sem liggur að gerðunum þeirra frá leikríminu. Þetta fellur í góðan farveg hjá gestunum sem finnst gaman að sjá hundana þeytast í burtu á leið að matardallinum.

Á leiðinni heim í mat!
Á leiðinni heim í mat!


Hundarnir eru einstaklega vel umhverfisþjálfaðir og mikið er lagt upp úr því að þeim líði vel. Leiktímarnir eru um klukkustund í hvert sinn. Hundunum er skippt upp í nokkur leikrími og hverjum hundi er skammtaður einn hópur og ákveðinn leiktími svo ekki sé verið að ofreyna hundana eða neyða þá í of mikið áreiti. Allt virðist þetta koma einstaklega vel út og gestir virðast einnig vera mjög ánægðir með kaffihúsið og fær það 4,5 af 5 mögulegum á Trip Advisor.
Hægt er skoða skemmtilegt myndband sem heimasíðan Shout.sg gerði hér:


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.