Millu er sárt saknað.
Millu er sárt saknað.

Júlíana Ingveldardóttir missti nýverið hana Millu, sjö ára langhund sem lést eftir svæfingu vegna tannhreinsunar. Þann 4. febrúar byrjaði Milla að vakna eftir svæfingu og var send heim, eftir nokkra tíma var hún ekki að ná að vakna alveg og bað dýralæknirinn um að komið yrði með hana aftur. Þegar þau koma á spítalann er Milla komin í hjartastopp. Henni var tímabundið komið til baka eftir hnoð og adrenalínsprautu en líkaminn gafst því miður aftur upp.

Að hundur bregðist svona illa við svæfingu er sjaldgæft, en Júlíana vill minna alla á að fylgjast vel með hundunum sínum eftir svæfingu því það geta komið upp vandamál eftir á, þrátt fyrir að allt virðist ganga vel í upphafi og dýrið byrjað að vakna.
Sorgin var skiljanlega mikil við að missa fjölskyldumeðlim svona skyndilega. Tveim vikum seinna sér Júlíana auglýsingu um 4 vikna hvolpa sem vantar nýtt heimili vegna heimilisaðstæðna. Júlíana spurðist fyrir um móður hvolpanna og þá átti að fara að svæfa hana sökum árásargirni og gelt á gesti gistiheimilis sem fyrrum eigendurnir reka. Einnig var ungabarn á heimilinu sem gat illa sofið út af geltinu í tíkinni.
Júlíana bauðst til þess að taka við tíkinni og hvolpunum til að þeir fengju meiri tíma með mömmu sinni og systkinum sínum. Hún myndi svo koma þeim öllum fyrir á nýju heimili þegar þau væru tilbúin. Fyrrum eigendur samþykktu þetta fyrirkomulag og Júlíana tók við hvolpunum þremur.

Litla fjölskyldan Panda, Kjói, Kleina og Krílríkur

12742284_10156523363275156_7750016616789774936_n
Panda og hvolparnir.

Júlíana hafði samband við Hundasamfélagið og óskaði eftir ráðum og aðstoð með nýju fjölskylduna. Dýrahjálp gaf hvolpamat og fylgst var vel með Pöndu og hennar hegðunarvandamálum.
Panda hafði byrjað að sýna óöryggi eftir sitt fyrsta got árið 2012. Hún byrjaði að glefsa í kálfana á fólki, gelta á ókunnuga og varði hvolpana sína þar sem mikið var um umgang af ókunnugu fólki á gistiheimilinu. Júlíana hafði áhyggjur af þessum lýsingum frá fyrri eiganda og passaði allan umgang fyrstu vikurnar. Hún leyfði Pöndu að fá frið frá nýju ókunnugu fólki og hún var fljót að aðlagast, hún sýndi Júlíönu og unnustu hennar hversu blíð og góðu hún er. Geltið var ekkert meira en talið getur verið eðlilegt, hún sýndi mikla leikgleði og sótti strax mikið í klapp og knús. Hún er góð með öðrum hundum og er auðveld í göngutúrum. Eina sem hægt er að nefna er að Panda þarf að komast á kattlaust heimili þar sem hún er ekki að samþykkja köttinn sem Júlíana á fyrir.

Panda er blíið og góð og dafnar vel hjá Julíönu.
Panda er blíð og góð og dafnar vel hjá Júlíönu.

„Ég held að það ætti að vera lítið mál að finna nýtt heimili fyrir hana, alveg óþarfi að lóga svona góðu og heilbrigðu dýri. Hún þarf bara rólegt barna- og kattalaust heimili“ – Júlíana

Nú eru hvolparnir að komast á aldur til að fara á ný heimili og margir hafa sýnt hvolpunum áhuga. Henni Pöndu vantar þó enn nýtt heimili og leitar því að fjölskyldu sem er tilbúið til að elska hana seinni hluta ævi sinnar. Panda er orðin 8 ára og geltir þegar einhver kemur í heimsókn en óöryggið sem hún fann fyrir er  að mestu leyti farið og er því að mjög flottur hundur á rétta heimilið.
Hafir þú áhuga á Pöndu eða einhverjum af hvolpunum er hægt að hafa samband við Júlíönu.

Hvolparnir hennar eru alls ekki minni krútt en Panda sjálf:

12736115_10156520457145156_116261333_n
Kleina er með hvolpaaugun á hreinu.
12498406_10156520457965156_1254242298_n
Kjói er með flott hjartamynstur á enninu.
12735539_10156520457450156_992022006_n
Krílríkur bræðir alveg jafn mikið og systkini sín tvö.

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.