Jólamat: Hrábein eða hrátt kjöt

hrábein
Mynd fengin frá Kevin sem er með síðuna mydoglikes.com
jólagjafir

Ekki er mælt með því að gefa hundinum afganga af jólamatnum, hryggurinn er mikið saltaður og lambið eða annað kjöt er yfirleitt mikið kryddað sem getur farið illa í hundinn, því er mun sniðugara að kaupa hrátt kjöt, eins og folaldakjöt, hakk(passið aukaefni) eða annað hrátt kjöt, oft er hægt að fá hjörtu á mjög góðu verði, og gefa hundinum á meðan fjölskyldan borðar jólamatinn.
Hrábein eru bæði einstaklega holl fyrir tennurnar á hundum, og yfirleitt eru hundar hoppandi kátir að fá bein. Elduð bein geta hinsvegar verið hættuleg hundum, þar sem þau flísast svo auðveldlega og því mælum við með því að versla hrábein til að gefa í stað eldaða beinsins. Það er oft hægt að fá gefins bein í kjötborðum verslana eða á mjög litlu verði í sérbúðum, til dæmis í Fjarðarkaup, Kjötbúðin, Kjöthöllin eða verslunum sem selja Hundahreysti, eins og Garðheimar og Dýrabær.

 

Heilaþrautir

Það er alltaf gaman að gefa hundunum leikföng, nýja bangsa, tísti dót, bolta, bæli, ný föt og fleira skemmtilegt og hentugt. Það er hinsvegar oft sem heilaþrautirnar gleymast.
Heilaþrautir eru mjög sniðug jólagjöf fyrir hundinn, því þær eru bæði krefjandi og skemmtilegar, einnig getur það hjálpað til við að kaupa frið um kvöldið þegar allir liggja á meltunni eftir jólamatinn, þá getur hvutti dundað sér við nýju heilaþrautina sína.
Það eru ótal margar mismunandi gerðir til af heilaþrautum, þær eru mis erfiðar og það er mikilvægt að velja ekki of erfitt til að byrja með. Ef hundinum finnst þetta of erfitt, eða það er ekki nægilega spennandi nammi í þrautinni er hann fljótur að missa þolinmæðina, því er mikilvægt að velja frekar aðeins einfaldara til að byrja með og vinna sig upp.
Kong er til dæmis mjög vinsæl byrjendaþraut.

Svarta kongið heitir "Extreme" og er ætlað miklum nögurum.
Svarta kongið heitir “Extreme” og er ætlað miklum nögurum.


Þessi eru vinsælust frá Kong, og ef hundurinn þinn nagar mikið er mælt með svörtu, það er gert úr harðara efni. Passa þarf að velja rétta stærð, en lengd leikfangsins frá stærri enda yfir að þeim minni ætti að vera sirka lengd trýnisins á hundinum, að augum eða “stoppi”. Þessi viðmiðunarregla gildir ekki um hunda með klesst trýni, en þar þarf að sirka við lengd tungunnar.
Gott er að setja lifrapylsu, kæfu(passið að kaupa lauk-lausa kæfu) eða annað uppáhalds nammi, og ef hundurinn er fljótur að klára er mælt með að frysta kongið yfir nótt, þá getur hundurinn dundað sér í dágóðan tíma. Kong fæst í öllum helstu dýrabúðum og til eru mörg fleiri skemmtileg þrautaleikföng frá Kong.

Val á næstu heilaþraut:

Oftast virka leikföngin þannig að það þarf að ýta á takka, eða færa hnapp, eða snúa einhverju til að fá nammið. Þegar farið er í val á erfiðari leikföngum er mikilvægt að vita hvernig hundurinn þinn hugsar og hagar sér, til að meta hverskonar leikfang hentar honum best og hvað er næsta þrep í hans heilaleikfimi. Sumir hundar vinna mikið með löppunum, á meðan aðrir naga og vilja taka upp með munninum, af þessum ástæðum er ekki hægt að mæla með einni ákveðinni þraut framar annarri.

Suprimo þrautaleikfang frá Dýrabæ
Suprimo þrautaleikfang frá Dýrabæ
Heilaþrautin Athena frá Gæludýr.is
Heilaþrautin Athena frá Gæludýr.is
Doggy Brain Train Discover frá Bendir
Doggy Brain Train Discover frá Bendir


Finndu út hvað hundinum þínum finnst skemmtilegast að vinna með, og hjálpaðu honum að þjálfa það áfram, hann mun auka sjálfstraustið heilan helling við að geta gert þessar þrautir sjálfur.

Ég fann loksins not fyrir mylluna sem pabbi smíðaði fyrir vorhátíð í skólanum þegar ég var lítill. Snilldar heila leikfimi

Posted by Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson on Miðvikudagur, 2. desember 2015

Hér er myndband af 2 hundum, þeim Coco(Beagle) og Kát(border collie blendingur) sem hann Ingólfur Jón Ágúst á. Hér sést vel hversu mikill munur er á 2 hundum vinna sömu þrautina, þessi þraut er mylluborð sem pabbi Ingólfs smíðaði þegar Ingólfur var lítill.
 
Einnig viljum við minna fólk á að styrkja gott málefni um jólin, og fá góða gjöf í pakka, eða í partý yfir hátíðarnar.

Partýspil

Partýspil er íslenskt spil eftir Jenny Johansen, þetta er fyndið spil sem svipar til Cards Against Humanity, fyrir þá sem hafa spilað það, en það er bunki af spurningum og bunki af svörum.

Dýrahjálp


Það er lesin upp spurning og svo er látið aðra lesa upp svar á móti, við prufuðum nokkur saman í kvöld, og við létum alla vera með 5 svör á hendi og velja eitt svar sem þeim finnst fyndin/eða passa við og sá sem las upp spurninguna valdi hvað honum fannst vera fyndnasta svarið, sem endaði í yndislega fyndnum niðurstöðum.
Jenny hefur ákveðið að láta 30% sölunnar til miðnættis á morgun renna til reiknings Hundasamfélagsins sem er fyrir hunda í neyð, nú þegar höfum við bjargað fjölda hunda sem áttu engan samastað og voru komnir í klemmu, við vonumst til að geta haldið áfram alveg jafn sterk á næsta ári. og því vildum við bjóða fólki að kaupa sér skemmtilegt spil til að spila með fjölskyldunni um jólin, og styrkja gott málefni í leiðinni.
Frekari upplýsingar er að sjá á vefsíðu Jennýar

Einnig viljum við minna á Dýrahjálp Íslands, það er hægt að kaupa hjá þeim dagatal til styrktar starfsemi Dýrahjálpar, þar er unnið ótrúlega metnaðarfullt sjálfboðastarf fyrir dýr sem vantar heimili. Þar er unnið að því að stofna dýraathvarf, og hefur verið í nokkuð langan tíma með alskonar rannsóknarvinnu og heimsóknum í erlend athvörf, Hundasamfélagið styður því Dýrahjálp í vinnu sinni á athvarfinu þar sem það hefur marg sannað sig að fósturheimilin sem Dýrahjálp býður upp á eru einstök, og hjálpa dýrum oft að komast yfir kvíða- og hegðunarvandamál áður en farið er á framtíðar heimili. Einnig er hægt að kaupa jólakort og/eða merkimiða í gegn um vefverslun Dýrahjálpar með myndum af dýrum sem Dýrahjálp hefur aðstoðað.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.