,,Við fjölskyldan, 7 talsinns, erum búin að leita nánast stanslaust frá miðnætti á fimmtudag og það eru bara allir orðnir örmagna. Við höfum notið aðstoðar frá vinum, kunningjum sem og ókunnugum frá fyrsta morgni, og eiga allir viðkomandi þakkir skilið. Staðan eins og hún er núna er sú að staðfesting, með hjálp sporhunds, fékkst á að Jökull var við Náttúrufræðistofnun í gær. Margra klukkustunda leit í gær, í nótt og í morgun skilaði engu. Sem er kannski ekki skrítið þar sem að hann sást við krónuna í kórunum seint í gærkvöldi. Þær upplýsingar bárust því miður ekki fyrr en núna í morgun. Fyrri eigendur eru einnig búin að vera stöðugt við leit með okkur. En svo virðist sem að jökull sé að fikra sig nær fyrri heimaslóð, ef á að dæma það eftir því hvaða leiðir hann er að fara. Hann bjó í breiðholti áður, vesturbergi 149, og var vanur að labba það nágrenni. Miðað við ferðina á honum hingað til væri afar ólíklegt að hann hafi haldið sig við það svæði sem hann sást í síðast. Þætti mér að svæðið milli kóra og breiðholts væri líkegra en einnig hefur hann haldið sig við útjaðar byggðar að mestu. Því er elliðavatns svæðið einnig möguleiki“.

Jökull er nýfluttur og átti áður heima í Vesturbergi í Breiðholti. Íbúar Breiðholts, Kópavogs og Hafnarfjarðar eru því beðnir um að kíkja vel undir palla eða aðra staði sem Jökull gæti falið sig á. Ef einhver hefur upplýsingar um Jökul eða vill hjálpa til við leit hafið samband við Ómar í síma 898-3817. Fréttin verður uppfærð ef eitthvað breytist. UPPFÆRT MÁNUDAGINN 11. JANÚAR KL. 07:42 Tvær ábendingar bárust, frá tveimur mismunandi aðilum í morgun kl. 5:15. Bæði tala um lítinn hvítan, bangsalegan hund en hann var staðsettur við olísstöðina í Garðabæ! Önnur ábendingin talar um að hann hafi tekið stefnuna á Sjálandshverfi en hin talar um að hann hafi verið að skoða hafnarfjarðarveginn. Ef þið búið í nágrenninu eða eigið leið hjá, endilega hafið augun opin fyrir okkur. Eigendur eru á leið á staðinn til að hefja leit. UFÆRT MÁNUDAGINN 11. JANÚAR KL. 10:17 Sendibílstjóri stoppaði og sagðist hafa séð Jökul í hverfinu í kringum Góu, fyrir ofan Kaplakrika, um kl. 10. Sporhundinum gengur illa að halda í sporið vegna snjókomunar. Eigendur Jökuls biðja þá sem eru í nágrenninu að koma á nærliggjandi svæði og aðstoða við að reyna að fanga hann. Ef þú telur þig geta hjálpa, hringdu í Ómar í síma 898-3817.


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.