Sleðahundaklúbbur Íslands hélt íslandsmót klúbbsins á Mývatni seinstu helgi. Sportið hefur farið stigvaxandi seinustu ár og tóku um 60 keppendur þátt að þessu sinni. Sleðahundasportið hentar öllum aldri eins og sást á mótinu þar sem aldursbilið var frá 8 – 65 ára. Veðrið var ekki upp á sitt besta en það virtist ekki slá fólk út af laginu. Hundasamfélagssnappið[hundasamfelagid] fylgdist með og þakkar kærlega fyrir skemmtileg snöpp. Hafi fólk áhuga á íþróttinni er hægt að sækja um hér
Keppt var í eftirfarandi:
- 15 km á hundasleða, 4-6 hundar.
- 10 km á hundasleða, 4-6 hundar.
- 10 km á hundasleða, 2-3 hundar.
- 2 km skijöring, 12-15 ára.
- 5 km á hundasleða, 3-4 hundar.
- 5 km á hundaleða, 2 hundar
- 5 km hundasleða, 2 hundar, 12-15 ára unglingar
- 5 km skijöring- KVK
- 5 km skijöring- KK
- 2 km skijöring, KVK
- 2 km skijöring, KK
- Einnig kepptu krakkar í 1 km á hundasleða.
Úrslitin er hægt að sjá á Facebook síðu félagsins.
Klúbburinn deildi þessu skemmtilega myndbandi inn á Vimeo síðuna sína.
]]>