Sleðahundaklúbbur Íslands hélt íslandsmót klúbbsins á Mývatni seinstu helgi. Sportið hefur farið stigvaxandi seinustu ár og tóku um 60 keppendur þátt að þessu sinni. Sleðahundasportið hentar öllum aldri eins og sást á mótinu þar sem aldursbilið var frá 8 – 65 ára. Veðrið var ekki upp á sitt besta en það virtist ekki slá fólk út af laginu. Hundasamfélagssnappið[hundasamfelagid] fylgdist með og þakkar kærlega fyrir skemmtileg snöpp. Hafi fólk áhuga á íþróttinni er hægt að sækja um hér 
12308168_1164940596849822_4379029551872227148_o
Keppt var í eftirfarandi:

  •  15 km á hundasleða, 4-6 hundar.
  • 10 km á hundasleða, 4-6 hundar.
  • 10 km á hundasleða, 2-3 hundar.
  • 2 km skijöring, 12-15 ára.
  • 5 km á hundasleða, 3-4 hundar.
  • 5 km á hundaleða, 2 hundar
  • 5 km hundasleða, 2 hundar, 12-15 ára unglingar
  • 5 km skijöring- KVK
  • 5 km skijöring- KK
  • 2 km skijöring, KVK
  • 2 km skijöring, KK
  • Einnig kepptu krakkar í 1 km á hundasleða.

Úrslitin er hægt að sjá á Facebook síðu félagsins.
Klúbburinn deildi þessu skemmtilega myndbandi inn á Vimeo síðuna sína.
]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.