Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið á Mývatni dagana 9. – 10. mars í sjöunda skiptið. Keppnin er haldin á frosnu vatninu og sýndi Kolbrún Arna Sigurðardóttir okkur frá undirbúningi og keppninni sjálfri á Snapchat aðgangi hundasamfélagsins.

Keppt var í vegalengdunum 1 km, 2 km, 5 km, 10 km og 15 km, ýmist á sleða eða skijoring, þar sem einstaklingur er á gönguskíðum. Yngsti keppandi var 7 ára og elsti 67 ára. Um 60 hundar voru á ísnum yfir helgina og svipaður fjöldi eigenda og umsjónarmanna. Rúv mætti á staðinn og tók viðtal við nokkra hressa keppendur og enn hressari hunda, hægt er að sjá fréttina hér.

Myndirnar eru fengnar af Facebook hóp Sleðahundaklúbbi Íslands og frá Maríu Björk Guðmundsdóttur.

Að lokum fylgir skemmtilegt myndband sem María Björk deildi af spenntum hundum að bíða eftir að röðin komi að þeim.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.