Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið á Mývatni dagana 9. – 10. mars í sjöunda skiptið. Keppnin er haldin á frosnu vatninu og sýndi Kolbrún Arna Sigurðardóttir okkur frá undirbúningi og keppninni sjálfri á Snapchat aðgangi hundasamfélagsins.

Keppt var í vegalengdunum 1 km, 2 km, 5 km, 10 km og 15 km, ýmist á sleða eða skijoring, þar sem einstaklingur er á gönguskíðum. Yngsti keppandi var 7 ára og elsti 67 ára. Um 60 hundar voru á ísnum yfir helgina og svipaður fjöldi eigenda og umsjónarmanna. Rúv mætti á staðinn og tók viðtal við nokkra hressa keppendur og enn hressari hunda, hægt er að sjá fréttina hér.