Matvælastofnun greindi frá því í dag að tveir hundar hefðu verið fjarlægðir af heimilum í vikunni sem talin eru vanhæf. Matvælastofnun hefur leyfi til að fjarlægja dýr af heimili sem er talið að dýrið sé í hættu og úrbætur þoli enga bið.
Fyrra málið er vegna hvolps sem er samkvæmt matvælastofnun í alvarlegu ásigkomulagi og ekki víst að hann nái sér á strik vegna vanhirðu og vannæringar. Í öðru máli var búið að ákveða að hundur og köttur yrðu teknir úr vörslu eiganda vegna vanhirðu og slæms aðbúnaðar á heimili þeirra eftir að kröfur stofnunarinnar um úrbætur voru ekki virtar. Eigandi dýranna virðist hafa komið þeim fyrir annars staðar þar sem engin dýr voru heima hjá eiganda þegar Matvælastofnun kom að sækja dýrin. Eigandi neitaði að gefa upp staðsetningu dýranna en haft var uppi á hundinum en ekki hefur enn tekist að finna köttinn. Hundunum hefur verið komið fyrir á fósturheimilum til bráðabirgða.