Dýrahjálp Íslands óskar eftir aðstoð á Facebook síðu sinni. Samtökin fóru og sóttu sex hvolpa eftir símtal frá Matvælastofnun, varðandi sjö illa hirta hvolpa. Einn þeirra var dáinn þegar Dýrahjálp kom á staðinn en hinir voru vannærðir og fullir af ormum. Dýrahjálp sárvantar stuðning til að hjálpa Hvolpasveitinni og hvetjum við dýravini til að styrkja þessi göfugu samtök. Hægt er að lesa alla færluna hér fyrir neðan. Hægt er að styrkja hvolpana gegnum fjáröflunina eða með því að millifæra á reikning Dýrahjálpar:
rkn. 0513-26-4311
Kt. 620508-1010 1010


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.