Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ greinir frá því á facebook síðu sinni að tveir hvolpar hafi komið til hennar í gærkvöldi eftir að hafa fundist úti á Kjalarnesi seinnipartinn í gær. Nokkru seinna kemur í ljós að hvolparnir voru að minnsta kosti þrír og einn hafði orðið fyrir bíl. Þetta eru 8-10 vikna hvolpar, líklegast Border Collie blöndur. Hanna talar um að þeir lykti af heyi og “sveit” og óskar eftir upplýsingum sem gætu leitt í ljós hver hafi átt hvolpana. Hægt er að senda nafnlausar tilkynningar á guffa@hundasamfelagid.is eða hafa beint samband við Dýraspítalann í Garðabæ.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.