Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ greinir frá því á facebook síðu sinni að tveir hvolpar hafi komið til hennar í gærkvöldi eftir að hafa fundist úti á Kjalarnesi seinnipartinn í gær. Nokkru seinna kemur í ljós að hvolparnir voru að minnsta kosti þrír og einn hafði orðið fyrir bíl. Þetta eru 8-10 vikna hvolpar, líklegast Border Collie blöndur. Hanna talar um að þeir lykti af heyi og “sveit” og óskar eftir upplýsingum sem gætu leitt í ljós hver hafi átt hvolpana. Hægt er að senda nafnlausar tilkynningar á guffa@hundasamfelagid.is eða hafa beint samband við Dýraspítalann í Garðabæ.
Hvolpar fundust á Kjalarnesi
