Ester Inga Óskarsdóttir keyrði fram á örmagna tík við Vesturlandsveginn á leið sinni í Kjós í gær. Hún hélt að tíkin væri mögulega slösuð miðað við hegðunina og óskaði eftir ráðleggingum rétt eftir kl. 16 í gær þar sem hún hafði árangurslaust reynt að lokka hana inn í bíl, en tíkin vildi ekki láta ná sér og tók engan mat. Eftir nokkra umræðu var henni bent á að hringja í dýraspítalann, hún hringdi í Garðabæinn sem tók það að sér að hringja í hundaeftirlitið á meðan Ester hringdi í lögregluna. Dýraspítalinn náði ekki á hundaeftirilitið þar sem búið var að loka og lögreglan sagðist kannski geta sent aðstoð. Loks fékk Ester aðstoð frá vegfaranda til að ná loks tíkinni upp í bíl og fóru með hana í Garðabæinn. Þegar þangað var komið missir tíkin legvatnið, hún drifin í sónar og staðfest að hún væri hvolpafull.

Kolbrún Arna dýrahjúkrunarfræðingur hjá spítalanum í Garðabæ staðfesti í gær að ekki væru enn komnir hvolpar, en þeir kæmu líklegast um nóttina eða í dag. Tíkin var mjög svöng þegar komið var á spítalann sem er óeðlilegt fyrir tík svona langt gengna. Því er talið að hún hafi ekki verið búin að borða í lengri tíma eða hlaupið langa leið af einhverjum ástæðum. Eigandi hefur ekki enn fundist þó búið sé að hafa samband við flesta bændur í Kjós, á Kjalarnesi og yfir í Mosfellsbæ. Það er mikil sveitalykt af tíkinni og því er talið líklegast að hún sé úr sveit.

Kort sem sýnir hvar tíkin fannst
Kort sem sýnir hvar tíkin fannst

Ester fann hana um 500 metrum frá sjoppunni á Kjalarnesi hægra megin við veginn. Við biðjum fólk um að deila fréttinni í von um að tíkin eigi áhyggjufullan eiganda sem saknar hennar.

 

Þessi liggur við Vesturlandsveginn nálægt Kjalarnesi. Hann gæti verið slasaður. Vill ekki koma upp í bílinn hjá mér.
Hvað er best að gera? Ég get ekki skilið dýrið eftir.
Posted by Ester Inga Óskarsdóttir on Monday, 13 March 2017


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.