Hafðu samband við hundaeftirlitið og lögregluna

Margir hringja í lögregluna þegar þeir finna týnda hunda. Það er einnig hægt að hringja í hundaeftirlitið en þeir fanga hunda sem eru lausir úti. Ef hundurinn þinn er ekki örmerktur skaltu hringja reglulega í lögregluna og hundaeftirlitið.

Póstfang hundaeftirlits er hundaeftirlit@reykjavik.is

Hundaeftirlitsmenn eru:

Helgi Helgason, farsími: 693 9648, netfang: helgi.helgason@reykjavik.isÓskar Björgvinsson, farsími: 693 9647, netfang: oskar.bjorgvinsson@reykjavik.is

Símatímar starfsmanna eru frá kl. 8:30 – 9:00 og 13:00 – 14:00, alla virka daga.

Viðverutími hundaeftirlitsmanna við síma utan hefðbundins vinnutíma er til kl. 19:00 virka daga.  Ef erindið er brýnt, vinsamlegast leitið til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kvöldin og um helgar.

Örmerki, örmerki, örmerki!

Ef hundurinn þinn er örmerktur er hægt að fletta honum upp í sameiginlegum gagnagrunn. Örmerktir hundar sem handsamaðir eru af hundaeftirlitinu fá viku áður en þeim er ráðstafað annað en hundar sem ekki eru örmerktir fá aðeins tvo daga. Því er afskaplega mikilvægt að láta örmerkja dýrin sín.

Hringdu í dýraspítalana í nágrenninu

Það er oft haft samband við dýraspítala þegar hundar finnast svo það er sterkur leikur að hringja í alla spítala í nágrenninu.

Stilltu facebookfærslur á public

Mælt er með því að setja inn auglýsingu á sinn eigin vegg og passa að hafa hana stillta á public. Þaðan er svo hægt að deila færslunni á allar helstu dýrasíður. Þetta auðveldar þér að tilkynna að hundurinn hafi fundist og taka auglýsinguna af öllum síðum í einu.

Hér er hægt að skoða hvernig er hægt að passa að mynd sé í réttri stillingu.

Deildu á sem flestar síður

Stórir facebook hópar

Auglýsingasíða Hundasamfélagsins: https://www.facebook.com/groups/1457627664531091/?fref=ts

Hundar og hvolpar: https://www.facebook.com/groups/246618542033000/?fref=ts

Týnd/fundin dýr: https://www.facebook.com/groups/299279616768006/?fref=ts

Allt sem viðkemur dýrum,,,til sölu,,týnd,,fundin,,,,,,,,,,: https://www.facebook.com/groups/482725728441984/?fref=ts

Hverfishópar höfuðborgarsvæðisins

Týnd eða fundin dýr í Hafnarfirði: https://www.facebook.com/groups/440314306161498/?fref=ts

Týnd dýr í breiðholti: https://www.facebook.com/groups/847298818633766/

Týnt í Mosó: https://www.facebook.com/groups/490743850958364/?ref=ts&fref=ts

Gæludýr í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ og nágrenni https://www.facebook.com/groups/1618983205053528/?ref=ts&fref=ts

Landsbyggðin

Félag hundaeigenda á Akureyri (FHA) https://www.facebook.com/groups/180285565348074/

Hundar á Akranesi https://www.facebook.com/groups/272303179211/

Reykjanesbær Týnd/fundin dýr https://www.facebook.com/groups/172566052944841/

Gæludýr í Grindavík https://www.facebook.com/groups/439706209478000/?ref=ts&fref=ts

Týnd dýr Selfoss og nágrenni https://www.facebook.com/groups/126597994100234/

Týnd/fundin dýr á Akureyri og nágrenni https://www.facebook.com/groups/237805836421497/

Gæludýr á Norðurlandi https://www.facebook.com/groups/Gaeludyr.nordurlands/?ref=ts&fref=ts

Týnd dýr á Fljótsdalshéraði https://www.facebook.com/groups/1620199798218758/

Dýr í óskilum í Borgarbyggð https://www.facebook.com/groups/149803031849768/?ref=br_rs

Vefsíður

http://www.dyrahjalp.is/ https://bland.is/ Annað

Leigubílastöðvar: Gott er að hafa samband við leigubílastöðvar þar sem leigubílstjórar eru mikið á ferðinni og geta fengið tilkynningar upp á skjáinn eða í gegn um talstöð.

Hreyfill: 588 5522 BSR: 561 0000 Taxi BSO Akureyri: 461 1010 Bifreiðastöð Hveragerðis: 483 4200

Skipuleggðu leit

Stofnuð hefur verið síðan Skipulagssíða við leit að týndum hundum. Síðan er hugsuð fyrir þá hundaeigendur sem vilja hefja skipulagða leit að hundinum sínum. Sé hundur búinn að vera týndur í lengri tíma er mikilvægt að skipuleggja leitina svo hundurinn komist sem fyrst heim. Þessi síða og skipulögð leit hefur hjálpað mörgum hundum að komast heim til sín.

Lýsing hópsins ef eftifarandi:Vantar þig aðstoð við að finna hundinn þinn? Hér má skipuleggja leit og leita aðstoðar annarra hundaeigenda eða áhugasamra til að taka þátt í leitinni. Nafni grúppunnar og lýsingu verður breytt fyrir hvern þann hund sem leitin er að hverju sinni. Lokað er fyrir athugasemdir á færslur eftir að leit lýkur svo óviðkomandi færslur séu ekki að færast efst á síðuna. Þannig er bara opið fyrir athugasemdir á þeim færslum sem snúa að yfirstandandi leit hverju sinni

Hvernig á að ná lausum hundi

  • Aldrei hlaupa á eftir hundinum.
  • Gerið ykkur lítil, setjist á jörðina og snúið ykkur til hliðar frá hundinum. Hafið nammi í hendinni og talið ljúflega til hans. Engar snöggar hreyfingar þótt hann komi til ykkar.
  • Ef þetta virkar ekki er sniðugt að hlaupa í öfuga átt við hundinn. Ekki rjúka af stað samt, það gæti hrætt hana. Takið 2-3 skref, svo hlaupa. Kallið svo nafnið hans skemmtilega, hlaupið svona 10 metra og grúfið ykkur niður með bakið í hann. Hundar eru rosalega forvitnir og þeir vilja oft koma og sjá hvað maður er að skoða.
  • Hringið í eiganda og látið fólk sem hundurinn þekkir ná honum.

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.