Brian James er fjallaleiðsögumaður frá New York sem sá auglýsingu um að Meadow, ársgömul Golden Retriver tík væri búin að vera týnd í 10 daga. Hann ákvað að taka þátt í leitinn og þar sem Meadow var hvít á litinn ætti að vera auðvelt að sjá hana með úr lofti með dróna.

Skjáskot af Brian James þegar hann var á leiðinni að ná í Meadow inn í skóginn.
Skjáskot af Brian James þegar hann var á leiðinni að ná í Meadow inn í skóginn.

Meadow kom beint til Brians

Hann fór með drónann þangað sem Meadow sást seinast og sá loks einn lítinn hvítan blett á milli trjánna sem reyndist vera Meadow. James hleypur inn í skóginn þar sem sást til hennar, þegar hann kemur auga á hana stoppar hann og kallar blíðlega á hana, hún sem betur fer kemur til hans. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá Meadow og hjónunum Gary og Debbie Morgan. AbcNEWS deildu myndbandinu á heimasíðu sinni, þar má sjá litla hvíta blettinn sem varð til þess að Meadow komst heim til sín.

Skoðaðu fleiri fréttir um týnda hunda og upplýsingar um leitir af týndum hundum hér


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.