Nú er Strætó að stefna að því að leyfa hunda og önnur gæludýr í strætó 1. mars næstkomandi. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Það er mikilvægt að hundaeigendur sem munu nota strætó undirbúi hundana sína vel og meti hvort hundurinn sé tilbúinn í strætó. Hundasamfélagið hefur því í samráði við nokkra hundaþjálfara sett saman punkta fyrir hundaeigendur:

Kynnir sér vel merkjamál og þekkja hundinn sinn – algengustu stressmerki eru:

 • Hundurinn vælir eða andar hratt, oft með tunguna úti
 • Heldur höfðinu nálægt jörðinni eða ber skottið milli lappana
 • Verður stífur í líkamanum
 • Sést í hvítuna í augunum og eyrun liggja aftur, eins og verið sé að toga í húðina í hnakkanum
 • Geltir eða urrar – farðu út úr vagninum ef hundurinn fer að urra og talaðu við hundaþjálfara

Umhverfisþjálfa vel fyrir fram – Hundurinn þarf að geta labbað innan um:

 • Fólk án þess að heilsa
 • Umferðargötur og mikinn umferðar hávaða
 • Nálægt öðrum hundum og dýrum í rólegheitum

Kunni að róa hundinn sinn – til dæmis:

 • Hafa hundinum milli lappana og frá öðrum farþegum
 • Vera með gott nammi og gefa hundinum rólega
 • Halda um axlir og nudda mjúklega og rólega

Ekki leyfa hundinum að heilsa öðrum farþegum

Það er rosalega mikilvægt að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum farþegum í strætó, hundar eru fljótir að aðlagast og venjast aðstæðum og mynda ákveðna hegðun fyrir ákveðnar aðstæður eftir reynslu. Ef það er alltaf brjálað stuð í strætó að fá að heilsa öllum og fá fullt af athygli er mikil hætta á að hundurinn verði spenntur við að fara í strætó og það verði erfitt að fá hann til að róast niður. Ef þið eruð með hvolp endilega nýtið ykkur að ferðast í strætó sem hluti af umhverfisþjálfun, helst bara 1-2 stoppistöðvar til að byrja með. 8 – 16 vikna er mikilvægur rammi í tími hvolps og mikilvægt að kynna hann fyrir öllum þeim aðstæðum sem þú vilt að hann standi sig vel í seinna á lífsleiðinni. Hér er stutt myndband um mikilvægi þess að kynna hvolpana fyrir aðstæðum á jákvæðan hátt snemma: Ef hundurinn er orðinn eldri er hægt að þjálfa þá í að læra á nýjar aðstæður. Það er mis erfitt eftir persónuleika hundsins en ef þú ert óörugg/ur um að hundurinn þinn sé tilbúinn hafðu samband við hundaþjálfara og fáðu ráðgjöf. Strætó hefur gert reglur og viðmið vegna gæludýra í strætó og við hér má sjá þær reglur:

Ef hundurinn er orðinn eldri er hægt að þjálfa þá í að læra á nýjar aðstæður. Það er mis erfitt eftir persónuleika hundsins en ef þú ert óörugg/ur um að hundurinn þinn sé tilbúinn hafðu samband við hundaþjálfara og fáðu ráðgjöf.

Strætó hefur gert reglur og viðmið vegna gæludýra í strætó og við hér má sjá þær reglur:

Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00.

Tímabil og gildissvæði

Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00.

Hvaða gæludýr má ferðast með í Strætó?

Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda- og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu.

Aldur ábyrgðaraðila gæludýrs

Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með.

Staðsetning í vagni og greiðsla fargjalda

Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Ekki er greitt fargjald fyrir gæludýrið.

Aðbúnaður gæludýra sem ferðast er með í strætó

Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra.

Undantekning

Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.

Viðtal á K100 um breytingarnar

Guðfinna Kristinsdóttir annar stjórnandi Hundasamfélagsins og stjórnarmeðlimur í Félagi ábyrgra hundaeigenda fór í viðtal hjá K100 mánudaginn 26. feb til að ræða þetta málefni.  


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.