Hann var í pössun á Langholtsvegi þar sem hann þekkir lítið til, hann býr á Völlunum í Hafnarfirði. Breti sást fyrst fara yfir Breiðholtsbrautina í gær en undir kvöld var hann kominn í gerðin í Fossvoginum, einnig sást hann í Kópavogi fyrr um daginn. Það er búin að vera mikil ferð á honum og hann er hræddur. Við biðjum ykkur að deila færslunni og vera með augun opin. Einnig er hægt að fylgjast með og taka þátt í leitinni á Facebook hópnum Leitin að Breta.
Búið er að gera kort sem sýnir hvar hefur sést til Breta. Við munum uppfæra þessa frétt þegar við höfum meiri upplýsingar.
Uppfært kl 10:58:
Þá sást til hans fyrir neðan Hjallakirkju 10:55 Breti sást rétt í þessu hlaupa niður tröppurnar framhjá leikskólanum Álfaheiði fyrir neðan Hjallakirkju. hljóp þar niður tröppurnar í áttina að kópavogsdal. Bæði er hægt að hringja í númerið 822 2039 og 776 4100 ef sést til hans. Vinsamlegast hringið um leið og sést til hans þar sem hann virðist ekki svara öðrum en eigendum sínum. Einnig er mikilvægt að muna að hlaupa aldrei að týndum hundi, það fælir hann aðeins frá.

Uppfært kl 11:00+ :
Rúmlega 11 fór hann fram hjá Leikskólanum Álfheiði á leið niður í Kópavogsdal.

Uppfært 13:04
Sást til hans á hlaupum í Hlíðarhjalla
Uppfært 13:07
Breti er fundinn!!
Upplýsingar til þeirra sem sjá Breta:
- Aldrei hlaupa á eftir hundinum.
- Gerið ykkur lítil, setjist á jörðina og snúið ykkur til hliðar frá hundinum. Hafið nammi í hendinni og talið ljúflega til hans. Engar snöggar hreyfingar þótt hann komi til ykkar.
- Ef þetta virkar ekki er sniðugt að hlaupa í ÖFUGA átt við Breta. Ekki rjúka af stað samt, það gæti hrætt hann. Takið þetta eins og á sýningum, 2-3 skref, svo hlaupa. Kallið svo nafnið hans skemmtilega, hlaupið svona 10 metra og grúfið ykkur niður með bakið í hann. Hundar eru rosalega forvitnir og þeir vilja oft koma og sjá hvað maður er að skoða.
- Hringið í síma 822 2039 og 776 4100 og látið fólk sem Breti þekkir ná honum.