„Hundrað leiðir fyrir hund að þjálfa manneskjuna sína” er stórskemmtileg og öðruvísi bók sem er nýkomin út á íslensku. Bókin er skrifuð frá sjónarhorni hundsins og er einskonar pepp-bók fyrir hunda, hvernig þeir geta þjálfað manneskjuna sína til að fá sem mest út úr henni.
„Ég sá þessa bók úti í Englandi í vor og féll alveg fyrir henni. Það var svo margt þarna sem maður kannaðist við, en varð alveg sprenghlægilegt þegar búið var að snúa þessu við og allt miðað út frá orðum hundsins” segir Gunnar Kr. Sigurjónsson, þýðandi bókarinnar. Gunnar hafði samband við höfundinn, Simon Whaley, síðan bókaforlagið og fékk útgáfuréttinn á Íslandi.

Fólk heldur að við séum hjarðdýr í leit að leiðtoga. En það er ekki alls kostar rétt. Það áttar sig ekki á því að fjölskyldan er hjörðin og það eru meðlimir hennar sem koma til með að snúast í kringum okkur hundana.

Fallegi Tígull byrjaði snemma að þjálfa manneskjuna sína
Fallegi Tígull byrjaði snemma að þjálfa manneskjuna sína

Fallegi Jack Russell Terrier Mini hundurinn sem prýðir forsíðuna, er enginn annar en húsbóndi Gunnars, Tígull. „Hann er afskaplega fjörugur og kátur hundur, en um leið einstaklega ljúfur. Það er svo gott í honum að oftar en ekki þarf hann að sleikja höndina sem klappar og klórar honum. Hann er mjög félagslyndur og sperrir sig upp og fylgist vel með ef það birtast einhver dýr á sjónvarpsskjánum, sérstaklega aðrir hundar, svo ég tali nú ekki um ef hann er þar sjálfur.”
Það gekk þó ekki vel í fyrstu hjá þjóni Tíguls að taka forsíðumyndina. Ég var búinn að setja stóra Canon-myndavél á þrífót, stilla upp ljósum til beggja hliða og bakgrunni. Það gekk ekki vel, því hann forðaðist að horfa nálægt myndavélinni. Þá náði ég í litla vasamyndavél og nammi … þá breyttist allt, svo ég var nánast með myndavélina í annarri hendi og nammi í hinni og Tígull breyttist í þaulvana ljósmyndafyrirsætu.

Jólin snúast um að gefa. Þú getur „gefið“ jólagjöfunum undir jólatrénu gaum og skemmt þér og fjölskyldunni með því að rífa upp alla pakkana. Þá verður svo gaman fyrir þau að reyna að finna út hver átti að fá hvað, hvað var upphaflega í pakkanum og frá hverjum gjöfin var. Mundu líka að borða eins mikið sælgæti og þú getur, því það er yfirleitt úti um allt á þessum tíma.

„Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína“ fæst í öllum bókabúðum og flestum stórmörkuðum sem selja bækur. Einnig er hægt að fá hana í gegnum www.holabok.is.]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.