Á vef BBC kemur fram að hunda- og kattafóður frá Evanger’s hafi verið innkallað eftir að pug hundurinn Talula lést vegna þess að svæfingarlyfið pentobabital hafði smitast í fóðrið við framleiðslu. Afturkalla þurfti 5 tegundir frá fyrirtækinu sem voru til sölu í alls 16 ríkjum í Bandaríkjunum.

Hér sést Talula meðan verið var að reyna að bjarga henni
Einn af hundunum hennar Nikki sem lifði af

Nikki Mael eigandi hundsins Talula á fjóra hunda. Hinir þrír, Tito, Tinkerbell og Tank, lifðu af þar sem þau náðu á spítala í tæka tíð. Korteri eftir að hundunum hafði verið gefið maturinn voru þau öll farin að skrika til, eins og þau væru full og gátu ekki staðið í lappirnar. Nikki hafði gefið þeim dósamatinn „Evanger’s Hulk of Beef with au jus“ og hafði Talula étið mest af matnum.

Evanger's Hunk of Beef
Evanger’s Hunk of Beef

Evanger’s Dog Food hafa borgað læknakostnað fjölskyldunnar, ásamt tveimur öðrum fjölskyldum og styrkt dýraathvarf í nafni Talula. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu lýsa þau vonbrigðum yfir verksmiðjunni sem olli smitinu og harma að hafa valdið viðskiptavinum sínum vantrausti og harmi.

We feel that we have been let down by our supplier, and in reference to the possible presence of pentobarbital, we have let down our customers.

Evanger’s segjast hafa hætt viðskiptum strax við sláturhúsið til öryggis, en hvaðan smitið kom er enn óvitað. Þetta er fyrsta afturköllun sem fjölskyldufyrirtækið frá Illinois hefur lent í síðan það var stofnað fyrir 82 árum. Talið er að seldar hafi verið um 100.000 dósir með mögulegu smiti, en fyrirtækið telur að seldar séu um milljón dósir á ári af þessari tegund.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.