Hundasamfélagið ræddi við Silju dýralækni hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti um hvernig rottueitrið virkar og hvernig eitrunareinkenni koma fram.

Það er yfirleitt ekki nema þegar eigendur sjá dýrin borða rottueitur sem þau hafa sett út sjálf sem þetta fattast snemma.

Rottueitur kemur í veg fyrir að blóð storknar, en einkenni byrja ekki að sjást fyrr en nokkrum dögum eftir inntöku, það eru um 3-5 dagar þar til fyrstu einkenni byrja og endar með því að dýrinu blæðir út. Fyrstu einkenni er þreyta/slappleiki, þungur andardráttur og hvítur gómur. Svo fer að blæða innvortis, jafnvel út um líkamsop, munn eða endaþarm. Þykkildi geta farið að myndast undir húð og á endanum missir dýrið mátt, það blæðir úr gómnum og það deyr.

Poisoned rat
Poisoned rat

 

Rottueitur er markvisst gert til að dýr vilji borða það, þetta eru yfirleitt lítil bleik eða blá korn. Þau eru sæt á bragðið og lykta vel, börn eru jafnvel líkleg til að stinga þessu upp í sig. Einnig geta kettir fengið eitrun við að borða meindýr sem látist hefur af völdum óbeinnar eitrunnar. Algengustu eitrin í rottueitri eru brodifacoum, stryknín og warfrin.

Þau eru sæt á bragðið og lykta vel, börn eru jafnvel líkleg til að stinga þessu upp í sig.

Einnig er ástæða fyrir því að einkenni koma seint fram, rottur eru mjög gáfuð dýr og myndu hætta að koma nálægt gildrum eða eitri þar sem mikið væri af dauðum dýrum. Því er eitrið hannað til að meindýrið éti eitrið og haldi svo áfram leið sinni og deyji annarsstaðar nokkrum dögum seinna. Þetta er mjög sársaukafullur dauðdagi og því meiga aðeins meindýraeiðar eitra með þessum aðferðum.

5. gr.
Markaðssetning og kaup varnarefna sem ætluð eru til notkunar í atvinnuskyni.
Til að taka við, kaupa og nota varnarefni sem ætluð eru til notkunar í atvinnuskyni við útrýmingu dýra eða í landbúnaði og garðyrkju þurfa einstaklingar að framvísa gildu notendaleyfi Umhverfis­stofnunar. Sá sem setur á markað slík varnarefni ber ábyrgð á því að einungis handhafa gilds notenda­leyfis séu afhent umrædd efni.
Reglugerð um meðferð varnarefna

Einnig er gífurlega mikilvægt að gætt sé fyllstu öryggisráðstafana við staðsetningu eitursins og passa skal að valda hvorki mönnum né dýrum (öðrum en meindýrum) tjóni.

4. gr.
Almenn ákvæði.
Ávallt skal gæta varúðar við meðferð varnarefna þannig að ekki valdi tjóni á heilsu eða umhverfi utan þess sem verið er að meðhöndla og skal leitast við að koma í veg fyrir neikvæð umhverfis­áhrif.
Sé þess kostur skal skipta út varnarefnum, sem eru talin geta haft í för með sér óæskileg áhrif á heilsu manna eða skaðað umhverfið utan þess sem verið er að meðhöndla, fyrir hættuminni varnar­efni.
Reglugerð um meðferð varnarefna

Við viljum því minna hundaeigendur á að fylgjast með öllu sem hundarnir láta ofan í sig í göngutúrum og frekar fara til læknis en að bíða ef grunur er á eitrun, þar sem eitrunaráhrif koma svo seint fram.
Einnig minnum við kattaeigendur á að fylgjast vel með köttunum sínum, því ef þeir eru að ná í eitrað meindýr gætu þeir orðið fyrir óbeinni eitrun.

Við sendum batakveðjur á Namí og óskum þess að hún nái sér að fullu sem fyrst.

Namí með vökva í æð
Namí með vökva í æð


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.