Þau eru misjöfn verkefnin sem björgunarsveitir fá. Í gær týndist hundur sunnan við Dalvík, eftir að hafa lent fyrir bíl. Eigendur, ásamt fleira fólki, leitaði langt fram á nótt og aftur í morgun, en án árangurs. Þrír félagar úr Björgunarsveitinni Dalvík fóru á svæðið um eittleytið með drónan meðferðis og var hundurinn fundinn hálftíma síðar. Allt er gott sem endar vel 😊

Posted by Björgunarsveitin Dalvík on Wednesday, December 21, 2016

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.