Erna Christiansen er hundaáhugakona með meiru og er meðal annars hundaræktandi, að læra hundaþjálfun, hundasnyrtingu og hundaljósmyndari. Hún hefur hingað til aðalega ræktað hundategundina Russian Toy undir nafninu Great Icelandic Toy. Nýlega tilkynnti hún kaup á tíkinni Greyfort Ingenok af tegundinni Greyhound. Erna fór í vikunni til Dublin til að sækja tíkina og fljúga með henni aftur heim. Almennt gilda strangar reglur um flutning dýra og eru fljúga hundar almennt í IATA samþykktum búrum í „sérstökum loftræstum flutningssvæðum í farangursrými vélarinnar“. Ferðalagið byrjaði ekki vel því á flugvellinum er þeim tjáð að flugvöllurinn þjónustar ekki dýr á leið í flug. Þetta hafði Icelandair ekki vitneskju um og því var tíkinni leyft að fljúga í farþegarýminu heim með Ernu. Tíkin naut sín í vélinni með Ernu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, en þegar þau lentu á Keflavíkurflugvelli tóku á móti henni starfsmenn Keflavíkurflugvallar með búr og var hún færð í eðlilegt ferli innan flugvallarins þar til hún er flutt í lögbundna 2ja vikna einangrun.
Erna og Ingenok í flugvél Icelandair frá Dublin
Erna og Ingenok í flugvélinni Ingenok að njóta útsýnisins með Icelandair
Frá Facebook þræði Ernu á Hundasamfélaginu:
Til að gera langa sögu stutta þá áttum við bókað flug heim frá Dublin með hund í farangurshólfi. Við mættum á völlinn, rétt fyrir innritun fékk ég email frá MAST að allt væri samþyggt þannig við gátum andað aðeins léttar. Við förum þá í Innritun & okkur er tjáð að Dublin flugvöllur bjóði ekki uppa að innrita dýr lengur nema smádýr sem handfarangri. Allt fer í smá keijoos & ég tala við Icelandair & eingum hja Icelandair var tjáð um þessar nýju reglur á Dublin vellinum. Þeir voru mjög skilningsríkir & skildu alveg allt vesenið í kringum innfluttning (var með staðfest flug + hund heim). Við töluðum betur saman, nokkur skipti þvi eg þurfti að tala við Innritunar fólkið líka (þetta tók allt saman 2kls) . Icelandair samþykti undanþágu á að taka hana inní vél þótt það sé alls ekki á þeim þvi þeir ekki láttnir vita af reglum. Þeir þurftu að senda email & tala við fólkið á vellinum í Dublin svo þurfti um 3 manneskjur á flugvellinum að samþykja það ég gæti tekið hana í gegnum flugvöllinn. 15mín fyrir flugtak vorum við að innrita okkur og hlupum í gegnum flugvöllinn með bros á vör!
Erna Christiansen