Maður að nafni Matt Bentley sá hundinn hlaupandi um saltströnd í Utah sunnudaginn 14. jan þegar hann var með hundinn sinn í lausagöngu. Hundurinn kom til Matts þegar hann kallaði á hann og setti Matt hann í bílinn þar sem hann sá í hversu slæmu ástandi hundurinn var. Matt fór með hundinn beint til dýralæknis sem sendi hann áfram til Utah Animal Adoption Center(UAAC) athvarfsins þar sem hann er nú að ná sér.

Saltströnd í Utah
Saltströnd í Utah

“Ég hafði séð eitthvað hlaupa um í fjarska án þess að átta mig á því hvað það væri, svo kom hann hlaupandi upp að mér og ég sá strax að hann var vinalegur, þannig ég tók hann upp í bíl.” Sagði Matt Bentley við Fox13 fréttastöðina. “Það var ekki fyrr en þá sem ég áttaði mig á því í hversu slæmu ástandi hundurinn var”

Matt deildi færslu á Facebook síðuna sýna á mánudaginn og hefur síðan uppfært stöðuna með þeim upplýsingum að það er í lagi með hundinn.

“Ég hef aldrei séð hund í svona slæmu ásigkomulagi” sagði Lila Oulson, yfirmaður hjá UAAC athvarfinu. Eftir að hundurinn var greindur með alvarlegt tilfelli af húðsjúkdóminn Mange og vannæringu.

“Hún er öll út í útbrotum, með sár og það er enginn feldur á henni”

Lila taldi að tíkin hafi verið á flækingi í að minnst þrjá mánuði, ef ekki lengur, og að hún hefði líklega ekki lifað af eina til tvær vikur í viðbót.

Í desember og janúar er svæðið einstaklega harðneskjulegt þar sem kuldi fer reglulega vel undir frostmark og þá sérstaklega eftir sólsetur. Tíkin hefur fengið nafnið Kelly vegna þess hversu blíð og mannelsk hún er þrátt fyrir allt sem hún hefur gengið í gegn um. Það er hvorki vitað hvað Kelly er gömul, né hvaða tegund hún er vegna ástandsins á húðinni. UAAC vonar að hún sé með örmerki, en athugað verður í dag hvort það finnist einhver örflaga í henni. Ef það finnst enginn eigandi mun athvarfið taka við henni og hugsa um hana þar til framtíðar eigandi finnst.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.