151201-Baxter-590x333
Mynd frá Goodman fjölskyldunni

Þegar Amanda kom inn í stofu blasti við henni hræðileg sjón. Olivia lá meðvitundarlaus á gólfinu. Hún hafði fengið flogakast og lá á bakinu, drukknandi í eigin ælu. Amanda velti henni á hliðina og náði að hreinsa öndunarveginn. Hún fór svo með dóttur sína á spítala þar sem hún fékk meðhöndlun. Þökk sé Baxter og hans frábæru viðbrögðum, er í lagi með Oliviu. Þegar Olivia kom heim af sjúkrahúsinu tók Baxter við hlutverki sem yfirhjúkrunarfræðingur. Hann víkur ekki frá henni og hefur vinátta þeirra aukist til muna. Talandi um hundaheppni!

Þýtt 4. desember af  http://www.lifewithdogs.tv/2015/12/golden-retriever-saves-six-year-old-girl-from-dying/


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.