Hundur á fjórða hverju heimili landsins

Samkvæmt könnun MMR er hundur á fjórða hverju heimili landsins, þar sem 24% svarenda eru með einn eða fleiri hund á heimilinu. Hundahald reyndist einnig algengara hjá körlum en konum, af þeim sem héldu dýr voru 26% karlmenn með einn eða fleiri hund á heimilinu, samanborið við 22% kvenna.

Lítinn mun var að sjá á hundahaldi svarenda á aldrinum 18-67 (24-25%) en óalgengast var að elsti aldurshópur (68 ára og eldri) væri með hund á heimilinu, aðeins 19%.

Þá voru svarendur búsettir á landsbyggðinni líklegri til að hafa hund á heimili sínu (29%) en íbúar höfuðborgarsvæðisins (21%).

 

Þessi frétt er unnin upp úr umfjöllun MMR á könnun sem gerð var dagana 18.-22. október 2018.
https://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/732-um-fjordhungur-landsmanna-medh-hund-a-heimilinu

Athugasemdir