Stefán H. Kristinsson fór ferð um hundagerðin á höfuðborgarsvæðinu þann 7. mars 2018 og taka myndir og myndbönd af aðstæðum. Það vantaði mikið upp á almennt viðhald þar sem það var erfitt að opna og loka gerðinu í Mosfellsbæ, það vantaði handfang á gerðið við BSÍ, í Breiðholti var auðvelt fyrir flesta hunda að komast undir hliðið og í Laugardalnum var hliðið farið af hjörunum.
5. mars fór Guðfinna Kristinsdóttir svipaðan leiðangur og tók myndir sem fylgja með hér fyrir neðan af aðstæðum. Miðað við ummæli við myndirnar á Facebook hóp Hundasamfélagsins hefur gerðið í Laugardalnum verið án hliðs í minnst tvær vikur, eða frá miðjum febrúar, og handfangið við BSÍ hefur vantað á hliðið í um það bil ár.
Sé viðhaldi hinsvegar ábótavant eins og í þessum tilfellum að senda ábendingar á viðhaldsþjónustu sveitarfélagsins, til dæmis netfangið upplysingar@reykjavik.is fyrir Reykjavík.