Það er greinilegt að hundar týnast oftar um helgar.

Um 2,6 hundar týnast á dag en meðaltalið um helgar nær upp í 3,1. Það sést að um 19 hundar voru auglýstir dagana 9. – 10. janúar. Þá var slæmt veður og Jökull sem fjallað var um á Hundasamfélaginu fannst 10.janúar en hann er ekki með í þeim tölum þar sem hann var búinn að vera týndur í fjóra daga.
Það er greinilegt að fjöldi týndra hunda er mikill. Því viljum við minna fólk á að merkja hundana sína vel. Það getur skipt miklu máli fyrir lengd tímans sem hundurinn er týndur.
ómerktirhundar1


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.