Það er vel þekkt að erfitt er að finna íbúð í Reykjavík. Íbúðaverð er gífurlega hátt sem kemur í veg fyrir að fólk geti safnað sér fyrir útborgun og hefur áhrif á leiguverð. Barnlausir einstaklingar eiga erfitt með að finna íbúð, hvað þá þegar makar, börn eða dýr eru komin í spilið. Lögin og regluverkið getur þar verið snúið og hundaeigendur lenda oft í aðkasti eða hótunum um að dýr verði að fara.

Lög um fjöleignarhús eru svo hljóðandi:

[33. gr. a.Hundar og kettir. Samþykki allra. Hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi er háð samþykki 2/ 3 hluta eigendasem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang.Þegar svo háttar getur húsfélag eða húsfélagsdeild með samþykki 2/ 3 hluta eigenda veitt annaðhvort almennt leyfi til hunda- og/eða kattahalds eða einstökum eigendum slíkt leyfi vegna tiltekins dýrs.Getur húsfélagið bundið slíkt leyfi skilyrðum.Eigandi skal afla samþykkis annarra eigenda og fá leyfi fyrir dýrinu samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags, þar sem það á við, áður en dýrið kemur í húsið. Skal eigandi láta húsfélagi í té ljósrit af leyfinu.Gæta skal jafnræðis við veitingu samþykkis skv. 1. mgr. og er óheimilt að mismuna eigendum sem eiga jafnan rétt í þessu efni.Samþykkið er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum en þinglýsingar er þörf til að það haldi gagnvart síðari eigendum í góðri trú.Liggi fyrir samþykki um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi í samræmi við grein þessa en eigandi eða einhver í hans fjölskyldu er með ofnæmi fyrir hundum eða köttum á svo háu stigi að sambýlið við leiðsögu- eða hjálparhund sé óbærilegt og læknisfræðileg gögn staðfesta það skal kærunefnd húsamála leita lausna að fengnu áliti ofnæmislækna og sérfræðinga á öðrum sviðum ef því er að skipta.Skemmri heimsóknir hunda og katta eru heimilar ef enginn mótmælir en vistun eða dvöl þeirra yfir nótt er óheimil nema fyrir liggi leyfi skv. 1. og 2. mgr.Þessar takmarkanir gilda ekki þegar um hjálparhunda er að ræða, sbr. 33. gr. d.] 1)

Eignarhluti eiganda skiptir líka máli, ef einn aðili á yfir 1/3 hluta íbúða hefur hann alræði yfir því hvort hundar eða kettir eru leyfðir.
Það er gífurlega mikilvægt að þinglýsa leyfum þegar búið er í fjölbýli, þar sem það tryggir að dýrið sé öruggt þó eigendur hinna íbúðanna breytist.
Því minnum við á mikilvægi þess að skrá hundana sína og hafa það skriflegt að hundurinn sé samþykktur í fjölbýlinu.

[33. gr. b.Samþykkis ekki þörf.  Þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða, sbr. 33. gr. a, er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum. Gildir það þótt lóð sé sameiginleg og annað sameiginlegt rými sé í húsinu. Þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eigenda sem hann tilheyrir.Áður en dýr kemur í hús skal eigandi tilkynna húsfélaginu skriflega um dýrahaldið og afhenda því ljósrit af leyfi frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem við á.Húsfélagið getur með reglum og ákvörðunum á húsfundi, með einföldum meiri hluta, sett hunda- og kattahaldi í slíku húsi skorður, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar.Húsfélagið getur með sama hætti lagt bann við dýrahaldi ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á.] 1)

Því miður hefur fyrsti liður 33. gr. b. valdið miklum miskilningi og fólk fengið mismunandi svör frá starfsmönnum sýslumanns, starfsmönnum hundaeftirlitsins og fasteignasölum. Staðreyndin er sú að ef þarf að ganga framhjá útidyrahurðum á svölum eða stigapöllum telst inngangurinn sameiginlegur.

Hér eru nokkur dæmi:

Mynd fengin af fasteignavef Vísis.
Mynd fengin af fasteignavef Vísis.


Báðar útidyrahurðarnar eru með sérinngangi þar sem tröppurnar liggja beint upp að hurðunum.

Mynd fengin af fasteignavef Vísis.
Mynd fengin af fasteignavef Vísis.


Hér hafa aðeins jarðhæðirnar sérinngang þar sem efri hæðirnar ganga framhjá öðrum hurðum við að komast inn og þetta flokkast sem utanáliggjandi stigagangur og munu því þurfa leyfi.

Mynd fengin af fasteignavef Vísis.
Mynd fengin af fasteignavef Vísis.


Hér er eftirfarandi íbúð á annarri hæð auglýst sem sérinngangur, sem íbúðin vissulega er í ákveðnum skilningi þar sem gengið er aðeins inn í þessa íbúð. Þetta er ekki sérinngangur í lagalegum skilningi þegar kemur að dýrahaldi. Bæði er utanáliggjandi stigagangur og þetta er lyftuhús, sem er aldrei sérinngangur ofar 1.hæð hússins.

Mynd fengin af fasteignavef Vísis.
Mynd fengin af fasteignavef Vísis.


Hér er enginn sérinngangur í lagalegum skilningi. Sé hundaeigandi í fyrstu íbúðinni í stiganum mun eigandi efstu íbúðar alltaf þurfa að ganga framhjá hurðinni til að komast inn til sín.

Mynd er aðsend og birt með leyfi ljósmyndara
Mynd er aðsend og birt með leyfi ljósmyndara


Hér eru allar íbúðirnar með sérinngang. Ef efstu hæðirnar væru allar tengdar með einum stiga og svölum væru þær sameiginlegar.

Við minnum einnig á

Inngangur af svölum, palli eða bakgarði telst ekki sem sérinngangur samkvæmt lögum
Ef um sér inngang er að ræða, t.d íbúð á jarðhæð, er ekki þörf á samþykki.
Einstaklingum hefur verið tjáð að sameiginlegar útitröppur sem liggja beint að útidyra hurð eða stétt sem liggur að þvottahúsi liggur framhjá útidyrahurð teljist ekki sem sér inngangur, það er rangt.
Hinsvegar er utanáliggjandi stigagangur talinn sameiginlegur inngangur og því þarf leyfi allra hæða ef íbúðin er á annarri hæð eða ofar.
Það hafa verið mjög misvísandi skilaboð um þetta sem veldur því að sumir gætu hafa fengið leyfi en aðrir ekki.
Hundar sem hafa leyfi hafa þó ekki aðgang að sameign hússins eða sameiginlegum garði, nema með leyfi húsfélagsins og skal aldrei skilinn eftir án eftirlits í sameiginlegum garði.
Ef hundaeigandi er í leiguíbúð sem er seld og kaupandi ákveður að leigja hundaeiganda áfram, þarf nýji leigusalinn ekki að samþykkja dýrahald nema það sé tekið sérstaklega fram í samningi hundaeiganda og fyrri leigusala. Samþykkið er þá háð lengd fyrri leigusamnings.
Samþykki húsfélagið að banna hunda og/eða ketti er ekki hægt að fá nýjan hund í fjöleignarhúsið nema kosið sé um að breyta fyrri reglu.
En bannið getur ekki rekið dýr út sem fyrir búa í húsinu sé hann skráður og leyfið þinglýst.
Því minnum við á mikilvægi þess að þinglýsa leyfum, fólk hefur lent í því að þeim hafi verið tjáð af starfsmanni sýslumanns að allir eigendur íbúða þurfi að samþykkja hundinn til að hægt sé að þinglýsa, það er ekki rétt, því var breytt með lögum árið 2011 yfir í 2/3 eigendur íbúða.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.