mbl.is, munu hundagjöld hækka um rúmlega 5% í Reykjavík eftir áramót. Leyfisveiting mun hækka úr 19.800 kr. í 20.800 kr., eða um 5,1%. Leyfisveiting eftir útrunnin frest hækkar um 5%, úr 30.200 kr. í 31.700 kr. Árlegt eftirlitsgjald hækkar um 5%, eða úr 18.900 kr. í 19.850 kr. Afhending handsamaðra hunda hækkar mest, úr 28.700 kr. í 30.200 kr. (5,2% hækkun). Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur á eftir að samþykkja breytingarnar samkvæmt heimildum mbl.is. Í fyrra var hækkunin um 4,8% í Reykjavík,

Hundaeigendur í Reykjavík verða ekki ánægðir að heyra að á næsta ári munu hundaleyfisgjöldin hækka um 4,8%, úr 18.900 krónum í 19.800 krónur. Skráning eftir útrunninn frest hækkar um 4,7% og fer því úr 28.859 krónum í 30.200 krónur. Sjá má fréttina hér

Hundasamfélagið minnir hundaeigendur á að þeir geta fengið 50% afslátt af hundaleyfisgjöldum á Höfuðborgarsvæðinu, fari þeir á námskeið hjá viðurkenndum hundaskóla.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.