Kosningur á verkefnum í Mitt hverfi á vegum Reykjavíkurborgar endar 30. október. Hundasamfélagið vill hvetja hundaeigendur til þess að kjósa eina af þeim sex tillögum sem eru í kosningakerfinu í ár. Kosningarnar virka þannig að þú getur kosið í hvaða hverfi sem er, semsagt þú þarft ekki að kjósa í því hverfi sem þú býrð í, en þú mátt bara kjósa í einu hverfi. Þú kýst hugmynd með því að ýta á plús sem er staðsettur niðri hægra megin við hverja hugmynd, svo er hægt að merkja hugmynd með stjörnu sem þér finnst hafa mest vægi fyrir þig. Við mælum sterklega með því að stjörnu merkja hugmyndina þar sem hundagerðin eru hlutfallslega mjög ódýr miðað við margar aðrar hugmyndir sem eru í boði, og þar af leiðandi geta þær endað neðst í kosningu.

Hverfin sem hægt er að kjósa ný hundagerði eða endurbætur á núverandi hundagerði eru:

Breiðholt


Þessi hugmynd snýst  um að stækka núverandi gerði og bæta við leiktækjum. Miðað við loftmynd er verið að stækka úr 600 fm upp í 1000 fm. Smelltu hér til að kjósa í Breiðholti.

Háaleitis- og Bústaðahverfi

Setja upp nýtt hundagerði í Fossvogsdalnum. Þessi guli rammi er um 2000 fm. Smelltu hér til að kjósa í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Grafarvogi


Hér virðist ekki vera búið að velja landsvæði eða stærð sérstaklega. Smelltu hér til að kjósa í Grafarvogi.

Kjalarnes


Svæðið sem er hér afmarkað er 1500 fm, til samanburðar eru núverandi gerði í Reykjavík 600 fm. Smelltu hér til að kjósa á Kjalarnesi.

Laugardalur

Þessi hugmynd gerir ekki ráð fyrir stækkun á gerðinu, sem er nú 600 fm að stærð. Smelltu hér til að kjósa í Laugardalnum.

Vesturbær


Svæðið sem er afmarkað á myndinni fyrir nýtt gerði er um 1000 fm. Smelltu hér til að kjósa í Vesturbæ


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.