Árið 2018 var samþykkt í kosningu um Mitt hverfi að setja niður hundagerði á laut sem er á bakvið Vesturbæjarlaug. Þar er mikil hefð fyrir því að sleppa hundum lausum seinustu ár og því talið eðlilegt að fá að setja niður grindverk.

Samþykkt tillaga um hundagerði við Vesturbæjarlaug
Hér má sjá tillöguna sem var samþykkt.

Af einhverri ástæðu var gerðið ekki sett upp seinasta sumar heldur var hjólabraut sem var samþykkt að sett yrði upp á Ægissíðu færð yfir á miðja grasflötina. Þegar hundaeigendur spurðust fyrir um hundagerðið var sagt að það væri í skipulagsferli.

Seinni umferð kosningar um hundagerði við Vesturbæjarlaug
Teikningar sem komu frá Reykjavíkurborg í seinni umferð kosningarinnar.
Samkvæmt Borgarvefsjá er teikning Reykjavíkurborgar með um 2000 fm2 stærð svæðisins sem er afmarkað eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Samkvæmt Borgarvefsjá er teikning Reykjavíkurborgar með um 2000 fm2 stærð svæðisins sem er afmarkað eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Í nóvember í fyrra var hundagerðið teiknað inn á túnið hinu megin við nýjan stíg sem myndi þá skilja að grasvöll og hundagerðið. Hundagerðið er þarna um 700 fm að stærð og búið er að teikna rauðar útlínur á hundagerðið til skýringar, teikningu má sjá hér.

Teikning úr viðhengi í fundargerð 29. nóvember 2019.
Teikning úr viðhengi í fundargerð 29. nóvember 2019.

Miðvikudaginn 26. febrúar var samþykkt á fundi skipulags og samgönguráðs teikning þar sem búið var að færa hundagerðið upp að bílastæði sundlaugarinnar og minnka það niður í 400 fm. Núverandi hundagerði í Reykjavík eru 600 fm að stærð og er mikið kvartað af hundaeigendum um að þau séu of lítil. Í þeim teikningum er ekki gert ráð fyrir því að færa hjólabrettabrautina heldur nýta lautina undir „grasvöll“.

Skjáskot úr viðhengi úr fundargerð Skipulags- og samgönguráðs þann 26. febrúar. Búið er að bæta við rauðum útlínum utan um hundagerðið.

Teikningarnar voru samþykktar á fundinum. Flokkur fólksins bókaði mótmæli sem kom eftir samráð við Félag ábyrgra hundaeigenda. Bókunin er eftirfarandi:

Vegna fyrirhugaðs hundagerðis við Vesturbæjarlaug gerir Flokkur fólksins nokkar athugasemdir þar sem girðingin virðist ekki í samræmi við það sem hundaeigendum þykir æskilegt. Hundaeigendur benda á að væntanlegt hundagerði sé allt of lítið, en 700 m2 sé algert lágmark. 600-700m2 hundagerði henta í raun aðeins fyrir smáhunda, því mæla þeir með að hundagerði verði á bilinu 1000-1400 m2. Þar sem hundagerðið er nálægt bílastæði og mögulega leikvelli, er lykilatriði að hundar geti ekki hoppað yfir því er 1,5 metrar lágmark sem er mælt með fyrir hundagerði víða um heim. Bil milli rimla í hliði verður að vera afar mjótt svo hundar geti ekki smeygt sér í gegn. Girðing verður að ná vel niður ofan í eða þétt við jarðveginn, svo engin hætta sé á að hundur geti smeygt sér undir. Sama gildir um hliðið. Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa hundagerði rétthyrnt, það má hanna það í skemmtilegri lögun svo það sé meira augnayndi og jarðvegur þarf ekki að vera sléttur. Flokkur fólksins óskar þess að við hönnun hundagerðis verði haft gott samráð við hundaeigendur svo verkefnið megi takast sem best.

Einnig birtist eftirfarandi frétt eftir fundinn

Hundasamfélagið vill ýtreka að 400 fm gerði er allt of lítið og með 1,2m hárri girðingu við hliðina á bílastæði er slysahætta. Hafi hundaeigendur áhuga á að láta í sér heyra mælum við með að senda tölvupóst á skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Björn Axelsson: skipulag@reykjavik.is, sem sat fundinn 26. febrúar og verkefnastjóra ráðsins sem er
Marta Grettisdóttir: marta.grettisdottir@reykjavik.is.

Aðrir sem sátu fundinn voru:
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir: Sigurborg.Osk.Haraldsdottir@reykjavik.is
Pawel Bartoszek: Pawel.Bartoszek@reykjavik.is
Hjálmar Sveinsson: hjalmar.sveinsson@reykjavik.is
Aron Leví Beck: aron.levi.beck@reykjavik.is
Þórdís Pálsdóttir: thordis.palsdottir@rvkskolar.is
Ólafur Kr. Guðmundsson: olafur.kristinn.gudmundsson@reykjavik.is
Jórunn Pála Jónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Vigdís Hauksdóttir: Vigdis.Hauksdottir@reykjavik.is
Þór Elís Pálsson: thor.elis.palsson@reykjavik.is

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn:
Björn Axelsson
Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Ólöf Örvarsdóttir
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
Gréta Mar Jósepsdóttir. 

Fundagerð Skipulags- og samgönguráðs
Fylgiskjal með teikningum af samþykktu hundasvæði
Fylgiskjal með teikningum af hundasvæði sem ekki var samþykkt


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.