Hundalífspóstur fjallaði í dag um óásættanleg vinnubrögð hundaeftirlits Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Bæjarfélögin eru með sameinað hundaeftirlit. Þar er bent á reglugerð um velferð gæludýra:
Reglugerð um velferð gæludýra Í reglugerð um velferð gæludýra stendur í 12. grein: 12. grein Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án tafar flutt í dýraaðstöðu sveitarfélags. (breytt leturgerð ÞB)
Einnig kemur fram í hundasamþykkt sveitarfélagsins svipuð klausa:
12. gr …. Eftirlitslausa hunda skal færa í sérstaka hundageymslu og tilkynna eiganda (sé hundur merktur) handsömunina.
Spori, 7 mánaða þýskur fjárhundur týndist í breiðholti 2. febrúar um klukkan 15. Hafin var leit með tugi sjálfboðaliða og leitað var í hverfinu fram eftir kvöldi. Um kvöldið var haft samband við Leirur og fengu staðfest að hundurinn hefði komið til þeirra fyrr um daginn. Þetta fékkst þó ekki staðfest fyrr en um kl 09:30 daginn eftir þegar hundaeftirlitsmaður Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfirði hafði samband. Hundurinn hafði verið handsamaður milli kl 16 – 17, sem olli því að hundaeftirlitsmaðurinn hafði ekki aðgang að tölvu til að fletta örmerkinu upp. En nafn, heimilisfang, netfang, heimasími og farsími eiganda er skráð á örmerkið.
Ekki einsdæmi
Árið 2015 týndist Simbi seint á föstudegi. Eftirlitið í Reykjavík handsamaði hann milli kl 16 -17 og var hann settur í geymslu yfir helgina án þess að láta eigendur vita. Eftirlitið er ekki með skrifstofu síma yfir helgi. Því þurfti Mai, eigandi Simba, að bíða þar til á mánudags morgun til að fá staðfestingu á að hann væri hjá eftirlitinu. Loks þurfti Mai að borga hátt í 50.000 fyrir að leysa hundinn út. Hún var rukkuð um handsömunargjald, 27.000 kr, skráningargjald þar sem hann var ekki skráður hjá sveitarfélaginu og vistun yfir helgina. Simbi var þó örmerktur, en þar sem hann fannst svona seint var ekki lesið örmerkið.