Hundaeftirlit Reykjavíkur svaraði fyrirspurn Félags Ábyrgra Hundaeigenda (FÁH) á dögunum um hversu margir hundar hafi verið vistaðir hjá Hundaeftirlitinu á seinasta ári. Fjöldi handsamaðra hunda í lausagöngu án þess að næðist í forráðamann/ábyrgan aðila árið 2018, sem fóru í dýrageymslu voru 8 og greitt fyrir vistun þar sem við á hverju sinni.

Samkvæmt Ársskýrslu heilbrigðiseftirlitsins kemur einnig fram að kvörtunum fækki og megi því áætla að meiri sátt sé að myndast um hundahald. Skráðum hundum fækkaði um 96 í Reykjavík í fyrra, þar sem það voru færri hundar nýskráðir en afskráðir. Afskráningar hunda voru 284 en nýskráningar færri eða 180. Hundar á skrá voru um 2500. Kvartanir vegna hunda voru 79. Ljóst er að kvörtunum vegna hunda fer áfram fækkandi milli ára og að stöðugt meiri sátt er um hundahald í borginni og hundeigendur sem aðrir taka almennt meira tillit hver til annars.

Einnig hefur komið í ljós að Hundaeftirlit Reykjavíkur skilaði tapi upp á 10,7 milljónir árið 2018, þar sem laun eru hæsti kostnaðarliðurinn samkvæmt rekstrarniðurstöðu Hundaeftirlitsins. Á sama tíma og hundaeftirlit færist meira og meira í hendur Hundasamfélagsins þá eykst tap hundaeftirlitsins. Er þá ekki kominn tími til að endurskoða ferlið?

Hundasvæðin hafa í sumar fengið hundaleiktæki sem Guðfinna Kristinsdóttir, annar stjórnandi Hundasamfélagsins og stjórnarmeðlimur í FÁH, setti upp með sjálfboðaliðum. Reykjavíkurborg borgaði efniskostnað við að setja upp leiktækin en öll vinna var unnin í sjálfboðastarfi.

Einnig hefur Guðfinna sett hundaskítspoka í gerðin reglulega og hafa þeir verið vel nýttir.

Leiktækin í röð frá vinstri til hægri: Laugardalnum, BSÍ og Breiðholti.

Einnig má sjá hunda leika sér í hundagerðunum hér:

Guðfinna fór í viðtal við Reykjavík Síðdegis í dag, þann 13. sept., og ræddi þessi mál, hljóðupptöku má sjá hér:


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.