Hundaeftirlit Reykjavíkur svaraði fyrirspurn Félags Ábyrgra Hundaeigenda (FÁH) á dögunum um hversu margir hundar hafi verið vistaðir hjá Hundaeftirlitinu á seinasta ári. Fjöldi handsamaðra hunda í lausagöngu án þess að næðist í forráðamann/ábyrgan aðila árið 2018, sem fóru í dýrageymslu voru 8 og greitt fyrir vistun þar sem við á hverju sinni.
Samkvæmt Ársskýrslu heilbrigðiseftirlitsins kemur einnig fram að kvörtunum fækki og megi því áætla að meiri sátt sé að myndast um hundahald. Skráðum hundum fækkaði um 96 í Reykjavík í fyrra, þar sem það voru færri hundar nýskráðir en afskráðir. Afskráningar hunda voru 284 en nýskráningar færri eða 180. Hundar á skrá voru um 2500. Kvartanir vegna hunda voru 79. Ljóst er að kvörtunum vegna hunda fer áfram fækkandi milli ára og að stöðugt meiri sátt er um hundahald í borginni og hundeigendur sem aðrir taka almennt meira tillit hver til annars.
Einnig hefur komið í ljós að Hundaeftirlit Reykjavíkur skilaði tapi upp á 10,7 milljónir árið 2018, þar sem laun eru hæsti kostnaðarliðurinn samkvæmt rekstrarniðurstöðu Hundaeftirlitsins. Á sama tíma og hundaeftirlit færist meira og meira í hendur Hundasamfélagsins þá eykst tap hundaeftirlitsins. Er þá ekki kominn tími til að endurskoða ferlið?
Hundasvæðin hafa í sumar fengið hundaleiktæki sem Guðfinna Kristinsdóttir, annar stjórnandi Hundasamfélagsins og stjórnarmeðlimur í FÁH, setti upp með sjálfboðaliðum. Reykjavíkurborg borgaði efniskostnað við að setja upp leiktækin en öll vinna var unnin í sjálfboðastarfi.
Einnig hefur Guðfinna sett hundaskítspoka í gerðin reglulega og hafa þeir verið vel nýttir.
Leiktækin í röð frá vinstri til hægri: Laugardalnum, BSÍ og Breiðholti.
Einnig má sjá hunda leika sér í hundagerðunum hér:
Guðfinna fór í viðtal við Reykjavík Síðdegis í dag, þann 13. sept., og ræddi þessi mál, hljóðupptöku má sjá hér: