Mbl.is greinir frá því að kona á þrítugsaldri hafi dáið á sjúkrahúsi í nænum Førde í gærkvöldi. Hún hafði verið á ferðalagi í Suðausturasíu fyrir tveim mánuðum þegar hún var bitin af hundi. Byrjaði hún að finna fyrir einkennum eftir heimkomu en sjúkrahúsið var ekki upplýst um hundsbitið fyrr en á fimtudaginn seinasta og staðfest að hún væri með hundaæði á laugardaginn. Lést hún á gjörgæsludeild sjúkrahússins í gærkvöldi og unnið er í því að hafa uppi á öllum sem gætu hafa smitast af hinni látnu. Hundaæði hefur ekki greinst í manneskju í Noregi síðan 1815, en hundaæði er alvarlegur veirusjúkdómur sem smitast frá ýmsum dýrategundum með munnvatni, oftast í gegnum bit eða klór, auk þess sem veik dýr geta smitað fólk með því að sleikja það segir Kristine Mørch, yfirlæknir á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu og sérfræðingur í trópískum smitsjúkdómum. Meiri upplýsingar um hundaæði hér


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.