Stjórnendur
Berglind Guðbrandsdóttir
Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.

Guðfinna Kristinsdóttir
Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún er búin að læra um hegðun týndra dýra og hjálpar til við leitir af týndum hundum. Einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.
Hafa samband
Láttu okkur vita hvað þér finnst vanta á síðuna!
