Beverly Dillon stofnaði hlaupahóp seinasta ágúst sem fer út að hlaupa með hunda úr athvarfinu One of a Kind Pets. Beverly er mikil hundamanneskja og tók strax eftir því hvað hún naut þess mikið að hlaupa með hundinum. “The miles just went by so fast because I was distracted by the dog and I really enjoyed it,”

Beverly hleypur tvo daga í viku, hún hleypur með fjóra hunda á dag um 3,2 km með hvern hund. Hreyfingin og útrásin hjálpar hundunum að eignast ný heimili, þar sem hreyfingin minnkar streitu og bætir andlega líðan hundsins. Beverly tekur dæmi þar sem hundurinn Esperenza, sem er boxer/bully blanda róaðist gífurlega og á 30 dögum var hún búin að læra grunnskipanir og var ættleidd. “There was this dog called Esperenza that was a boxer and pit bull mix so she had an intimidating look to her, and on top of that, she couldn’t concentrate on skill learning. Within 30 days, she learned all of her commands and she was adopted.”

Nokkrir af sjálfboðaliðum RunningDog Runners. (ljósmyndari: Dale Dong)
Nokkrir af sjálfboðaliðum RunningDog Runners. (ljósmyndari: Dale Dong)

Hópurinn heitir RunningDog Runners og voru upprunalega um 50 mans í hópnum í október, Beverly hafði samband við hlaupahópa í hverfinu og nú er hópurinn 265 mans.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.