Í dag verður tekin fyrir á alþingi fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur um hvort komi til greina að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli sem geri sveitarfélögum kleift að setja sínar eigin reglur um hvar sé leyfilegt að hafa dýr.

Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir tveimur árum að hvetja ríkisstjórnina til að auka frelsi sveitarfélagana til að setja sér eigin reglur um dýrahald í þéttbýli. Ekki fékkst svar við formlegri hvatningu til ráðuneytisins eftir samþykkt ályktunarinnar á sínum tíma, þrátt fyrir tvær ítrekanir. Hildur Sverrisdóttir var borgarfulltrúi á þeim tíma og var upphafskona hvatningarinnar vildi bera málið fram formlega í þinginu þar sem kominn er nýr ráðherra.

„Þannig núna, fyrst það er kominn nýr ráðherra Björt Ólafsdóttir, fannst mér tilvalið að bera upp formlega fyrirspurn í þinginu til að forvitnast um hvar málið er statt.“ -Hildur Sverrisdóttir

Með þessari lagabreytingu er aðalega verið að horfa til þess að sveitarfélögin geti sjálf sett sér reglur og vonar Hildur að þetta verði til þess að eigendur veitingarsstaða, kaffihúsa og verslana sem ekki sjá um fersk matvæli fái sjálfval um hvort leyfa eigi gæludýr.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.