RSPCA hefur seinustu daga verið að finna fólk sem býr á götunni með gæludýrin sín og gefa þeim hlýjar yfirhafnir fyrir dýrin. Það eru mörg hundruð þúsund einstaklingar sem eru heimilislaus og búa á götunni yfir hátíðirnar í Bretlandi. „Við getum ekki hjálpað öllum, en við vildum gera eitthvað til að deila má kærleik yfir köldustu vetrarmánuðina.“ Segir Amy Quirk, yfirmaður vettvangsaðgerða hjá RSPCA, „Eins og margir þessara einstaklinga sögðu okkur, eru hundarnir þeirra líflína og þau vilja gera allt sem þau geta fyrir þá. Með því að gefa þessa jakka erum við að hjálpa þeim að halda gæludýrunum hraustum og hamingjusömum.“ RSPCA er búin að vera með fólk á ferð um borgir og finna fólk með hunda sem hefðu gott af smá yfirhöfn. Myndbandið er einstaklega fallegt og sýnir hvað besti vinur mannsins er mikilvægur.

RSPCA er búin að vera með fólk á ferð um borgir og finna fólk með hunda sem hefðu gott af smá yfirhöfn. Myndbandið er einstaklega fallegt og sýnir hvað besti vinur mannsins er mikilvægur.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.