Slóvanska ljósmyndakonan Katja Jemec tekur einstaklega fallegar myndir af hundum. Hún myndaði hunda úr athvarfi með mjög sérstöku sjónarhorni. Seríuna nefndi hún I Looked Up and There You Were.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.