Matur sem hundar mega ekki fá

Áfengi

Ethanol er efni sem finnst í áfengi og er það eitrað ef innbyrt í miklu magni. Hundar eru miklu minni en við og geta því auðveldlega fengið áfengiseitrun. Helstu einkenni áfengiseitrunar eru áfegnislykt af hundinum, breytt hegðun, depurð, aukin þvaglát, spenna, hægari öndun og jafnvel hjartastopp og dauði ef áfengismagnið er mikið.

Beer

yellow-peaches_th

Epli, apríkósur, kirsuber, ferskjur og plómur

Ef hundurinn étur mikið magn af þessum ávöxtum, steinunum úr þeim og jafnvel laufblöð getur það verið hættulegt fyrir hann. Ávextirnir innihalda efnasamband sem líkist cyanide sem er eiturefni, áhrifin geta verið kvíði, útþandir augasteinar, öndunarerfiðleikar, oföndun og sjokk.

Avókadó

Laufin, fræin, börkurinn og ávöxturinn sjálfur er allt eitur fyrir hundana okkar. Eiturefnið í ávextinum er persin sem er fitusýruafleiða. Einkenni avókadó eitrunar lýsa sér með öndunarerfiðleikum, bólgnum maga, óeðlilegri vökvaöfnun í brjóstholi, kviðarholi og í kringum hjartað. Það er þó ekki vitað hversu mikið magn hundurinn þarf að innbyrða af avokadó til að fá eitrunar einkenni.

Baking728x480

Lyftiduft og matarsódi

Ef hundurinn innbyrðir annaðhvort þessara efna leiðir það til ójafnvægis elektrólyta í líkama hans sem síðan leiðir til hjartabilunar eða vöðvakrampa

Súkkulaði

Er eins og allir vita ekki holt fyrir hundana okkar en það inniheldur mikið af fitu, koffín og theobromine. Koffín og theobromine eru örvandi efni fyrir taugakerfið og geta verið skaðleg fyrir hunda. Fitan í súkkulaðinu getur leitt til þess að hundurinn ælir eða fær niðurgang þar sem hann nær ekki að vinna úr henni. Hin tvö efnin valda hinsvegar einkennum sem einkennast af eirðarleysi, ofvirkni, auknum þvaglátum og hröðum andardrætti. Þar sem þetta eru örvandi efni hækkar blóðþrýstingur og hjartsláttur eykst auk þess sem hundurinn getur fengið flog. Ef súkkulaði er innbyrt í miklu magni eru miklar líkur á að hundurinn fái hjartaáfall og deyi.

pouring_coffee

Koffín í möluðu kaffi eða í kaffibaunum

Hundar geta fengið koffín eitrun og eru einkennin að mestu leyti þau sömu og ef hann borðar súkkulaði og jafnvel alvarlegri.

Feitur matur

Feitur matur er yfirleitt í miklu uppáhaldi hjá hundum. En þó svo að margir haldi að það sé í lagi að gefa hundinum sínum fitu afganga af steikinni er það síður en svo. Fitan getur valdið briskirtilsbólgu. Flest allir hundar geta fengið sjúkdóminn en miniature eða toy púðlur, cocker spaniel og miniature schnauzer eru samt í meiri áhættu en aðrar tegundir. Einkenni briskirtilsbólgu eru uppköst, niðurgangur og maga verkir.

steaks

download

Mjólkurvörur

Eru kannski ekki mjög hættulegar en geta valdið vandamálum. Þær hafa hátt fituinnihald og eins og áður sagði er fituríkur matur ekki góður fyrir hunda. Einnig eiga hundar erfitt með að melta mjólkurvörur þar sem þeim vantar ensím til að brjóta niður laktósa. Þetta líkist því mjólkuróþoli hjá okkur mannfólkinu og eru einkennin niðurgangur og vindgangur. Það er þó í lagi að gefa hundunum af og til jógúrt, ost eða mjólk en best er að hafa það í lágmarki

Vínber og rúsínur

Það er tiltölulega stutt síðan farið var að vara hundaeigendur við vínberjum eða rúsínum. Hundar sem innbyrða eitthvað af þessum ávöxtum fá yfirleitt alvarlega nýrnabilun. Til að hundurinn lifi af þar mjög svo erfiða og langa meðferð, en án meðferðar lifir hundurinn ekki af. Allavega 10 dánartilfelli vegna vínberja eða rúsína hafa verið tilkynnt til ASPCA á undanförnum árum. Það er ekki vitað með vissu hversu mikið hundurinn þarf að borða

sultaninen_artikel

NUTMEG_-_GROUND2

Múskat

Mikið magn af múskati er hættulegt fyrir hundinn og getur jafnvel drepið hann. Það er þó ekki vitað hvað veldur en einkenni múskat eitrunar eru skjálfti, flog, óeðlileg taugavirkni og jafnvel dauði.

Laukur og hvítlaukur

Hunda vantar ensím sem er nauðsynlegt til að melta lauk. Ef hundur innbyrðir lauk getur það valdið vindverkjum, uppköstum, niðurgangi og alvarlegum meltingartruflunum. Ef hundurinn innbyrðir mikið magn af lauk eða hvítlauk fara rauðu blóðkornin að verða viðkvæm og springa að lokum. Þetta gerist vegna efnis sem laukurinn inniheldur, thiosulfat. Einkenni geta komið strax eftir að laukurinn er innbyrtur eða nokkrum dögum seinna. Alvarlegt blóðleysi og dauði blasa við hundinum ef ekkert er gert eftir að hann innbyrðir mikið magn af lauk eða hvítlauk

Athugasemdir

athugasemdir