rannsóknargrein sem birt er í veftímaritinu Public Library of Science ONE þann 9.desember 2015. Þar er því lýst hvernig glasafrjógvun hunda getur verið tækifæri til þess að varðveita tegundir í útrýmingarhættu. Glasafrjóvgun gæti einnig gert vísindamönnum kleift að uppræta arfgenga sjúkdóma í hundum og auðveldað rannsóknir á arfgengum sjúkdómum í hundum og mönnum sem eiga oft við álíka eða sömu kvilla að etja. Vísindamenn við Cornell Háskóla fluttu 19 fósturvísa yfir í tík sem fæddi í framhaldi sjö heilbrigða hvolpa síðasta vor. Genarannsóknir sýndu svo fram á að tveir hvolpar eru frá Beagle móður og Cocker Spaniel föður en hinir fimm frá tveimur pörum af Beagle móður og föður.

Mörg ár af tilraunum og rannsóknum

„Frá því um miðjan 8.áratuginn hafa vísindamenn reynt að framkvæma glasafrjógvun hjá hundum en það hafði alltaf mistekist” sagði meðhöfundur rannsóknargreinarinnar, Alex Travis, lektor í æxlunarlíffræði við Baker dýraheilbrigðisstofnun í Cornell dýralæknaskólanum. Aðalhöfundur rannsóknargreinarinnar heitir Jennifer Nagashima og var útskriftarnemandi við skólann við gerð rannsóknarinnar.

_87133116_9f1d0f30-7b88-4a6c-948c-d1dc995d7cb1
Jennifer Nagashima, ein af vísindamönnunum, með Beagle-spaniel hvolp.


Árangursríkar glasafrjógvanir annarra spendýra, þar á meðal manna, hafa verið gerðar á rannsóknarstofum með því að sækja þroskað egg og sæði og sameina þau í lífvænlegu tilbúnu umhverfi til þess að til verði fósturvísar. Fósturvísarnir eru svo fluttir yfir í kvenkyns dýrið á réttum tíma í tíðahring þess.
Tilraunir til glasafrjógvunar hjá hundum hafa áður mistekist vegna þess að tíðahringur kvenkyns hunda er öðruvísi en hjá öðrum spendýrum. Egg hunda sem sótt voru á sama þroskastigi og annarra spendýra frjógvuðust ekki. Með aðstoð Nucharin Songsasen, sérfræðings í líffræði, fundu rannsakendur út að ef eggið er látið vera í eggjaleiðaranum einn dag í viðbót náði það þroskastiginu sem frjógvun á sér líklegast stað. Einnig uppgötvuðu þau að eggjaleiðarar kvendýranna taka þátt í að undirbúa sæðið fyrir frjógvun svo rannsakendur þurftu að líkja eftir þeim skilyrðum. Byggt á fyrri rannsóknum Alex Travis á lífeðlisfræði sæðis fundu rannsakendurnir úr að hægt væri að undirbúa sæðið með því að bæta magnesíumi í umhverfi sæðisins.
„Við gerðum þessar tvær breytingar og höfum náð þeim árangri að líkur á frjógvun eru um 80-90%” sagði Alex Travis.
Síðasta áskorunin var sú að kvenkyns hundar geta einungis borið hvolpa einu sinni til tvisvar sinnum á ári. Þetta þýðir að fósturvísarnir verða að vera búnir til fyrirfram og varðveittir þangað til að kvendýrið er á réttum stað í tíðahringnum. Þetta vandamál var leyst með því að frysta fósturvísana með sérstaklega þróaðri tækni.

 

Verndun dýralífs

Fæðing fyrstu glasafrjógvunarhvolpanna getur boðað mikla þróun í verndun dýralífs. Sömu tækni er hægt að nota til þess að varðveita gen dýra í útrýmingarhættu, sem og sjaldgæfra tegunda vinnu- og sýningarhunda. Einnig er þetta öflugt tæki til þess að rannsaka genatískan grunn sjúkdóma í bæði hundum og mönnum. Hundar eiga meira en 350 arfgenga, álíka sjúkdóma sameiginlega með mönnum, næstum tvöfalt fleiri en nokkur önnur dýrategund.
Árangursrík glasafrjógvun hunda getur í framtíðinni gert vísindamönnum kleift að fjarlægja arfgenga sjúkdóma og einkenni þeirra í fóstri og losa hunda þannig við arfgenga sjúkdóma líkt og eitlakrabbamein, sem er nokkuð algengt í Golden Retriever og álíka tegundum.
Með þessari tækni er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma áður en þeir byrja.

Grein þýdd 10.desember af: http://www.vet.cornell.edu/news/IVFpuppies.cfm


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *