Hundur í skotheldu vesti

Í byrjun janúar á þessu ári var hundurinn Krijger skotinn við vinnu sína sem lögregluhundur. Krijger var fjögurra ára rakki af tegundinni Belgian Malinois, hann hafði starfað í þrjú ár hjá Norfolk lögreglunni í Viginíu-fylki.

Sérfræðingar segja að Krijger hefði líklegast ekki látist ef hann hefði verið í skotheldu vesti. Vestin eru hinsvegar dýr, um 270 þúsund íslenskar krónur stykkið.

Anderson Cooper styrkti lögreglustöðina í gegn um félagið Spike’s K9 Fund. Anderson hafði tekið viðtal við stofnanda félagsins, Jimmy Hatch, í fyrra. Anderson og Jimmy, sem er fyrrverandi hermaður (SEAL), héldu sambandi eftir viðtalið og var Anderson fljótur að hafa samband við Jimmy. Þeir stofnuðu til átaksins „K9 Krijger Ballistic Vest Campaign“ til að safna fyrir vestum fyrir lögregluhunda. Anderson gaf nægilega mikinn pening til þess að allir lögregluhundar Norfolk lögreglunnar fái vesti. Söfnunin heldur áfram og stefnt er að því að aðstoða sem flest nálæg lögreglu umdæmi.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.